HÆTTULEG HANDKLÆÐI!

Nú hafa menn fundið skýringu á því hvers vegna eiturefnið nonylfenol, sem er bannað innan EU, finnst í skolpvatni hér í Svíþjóð.  Efnið getur m.a. valdið fósturskemmdum og ófrjósemi og vitað er að karlkyns fiskar hafa skipt um kyn af völdum efnisins.

Efnið kemur úr handklæðum sem eru framleidd í Asíu.  Við framleiðslu vefnaðarvara er efnið nonfenoletoxilat oft notað og við þvott berst það með skolvatni og brotnar þar niður í eiturefnið nonylfenol.  Það fylgir fréttinni að það sé semsagt ekkert hættulegt að þurrka sér með handklæðunum, en skaðsemin fyrir náttúruna er mikil og áætla menn að tugir tonna fari út í náttúruna á hverju ári, bara hér í Svíþjóð.  Það segir einnig að gera megi ráð fyrir því að efnið megi einnig finna í fatnaði.

En hvað getur maður þá gert?  Jú, kaupa handklæði með umhverfisstimpli!  Það er ekki nauðsynlegt að nota þetta efni, það eru víst til önnur skaðlaus eða a.m.k. hættuminni efni sem nota má í staðinn.

Sjá fréttina hér (á sænsku): http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=678&a=691222&rss=678

Síðan ég gerðist ,,umhverfisráðgjafi" eða miljökonsulent hjá TSG-biomiljö hef ég farið að hugsa meira um þessi mál.  Ég er semsagt að selja umhverfisvænar hreingerningavörur, míkrófíber klúta o.þ.h. sem eru ALGJÖRLEGA skaðlaus - ég lofa!Halo

Ég hef m.a. fengið að vita að Íslendingar sturta a.m.k. 5 flutningabílum af klósetthreinsilegi út í náttúruna okkar á hverju ári, og þar af brotna 15% þeirra ALDREI niður, heldur safnast upp í náttúrunni.Sick

Ég hef líka fengið að vita að það er mátulega mikið mark takandi á vörum sem merktar eru sem umhverfisvænar.  Fyrirtækin sem gefa út þessar merkingar gera ekki nógu miklar kröfur, skaðleg efni þurfa t.d. ekki að brotna 100% niður í náttúrunni til að geta fengið stimpilinn "umhverfisvæn".  85% dugar til.  Þar að auki - og haldið ykkur nú fast - fá fyrirtækin prósentur af vörunum sem þeir setja stimpla á!!Devil  Hverju á maður að treysta??

Mér var líka bent á að lesa aftan á uppþvottalög.  Já, ég veit að fæstir lesa smáa letrið aftan á uppþvottabrúsanum.  Þar stendur oftast að forðast skuli snertingu við viðkvæma húð eða bara húð yfir höfuð og þvo sér vel á eftir!!

Ég vil sjá meiri fræðslu um þessi mál, ekki bara heyra brot og glefsur héðan og þaðan.  Erum við ekki með umhverfisráðuneyti?  Hvernig væri að það gerði góða samantekt yfir það eitur sem við erum að handleika dags daglega án þess að gera okkur grein fyrir því, og benda á aðra hættuminni eða skaðlausa valkosti!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Mjög fróðlegur pistill hjá þér, Heiða mín... Ég er þér innilega sammála, það er ótrúlegt hversu mikið notendur eru plataðir, eða okkur er bara sagt 85% af sannleikanum... Þetta er líka mikið hérna í Bandaríkjunum, og mér finnst leiðinlegt að vita til þess að notendurnir eru illa fræddir um þessi mál af því að fyrirtækin vilja frekar einbeita sér að gróðanum, í staðinn fyrir að einbeita sér að sannleikanum.

Þetta er ekki bara svona með hreinlætisvörur, heldur líka með matvörur, það er ekki allt sagt um innihald matsins, mikið logið um hlutina þar. Svo fattar fólk ekki af hverju við erum óheilsusamlegri í dag en í gamla daga, HALLÓ... Við vitum ekki meira en framleiðendurnir vilja að við vitum, og þeir þurfa ekki einu sinni að segja okkur frá öllu, hvers konar lög og reglur eru þetta eiginlega?????

Takk aftur, elsku Heiða mín fyrir frábæran pistil Vonast til þess að sjá þig bráðlega á MSN...

Bertha Sigmundsdóttir, 14.9.2007 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband