SVEITUNGAR MÍNIR - GEITUNGARNIR

Það er nóg af geitungunum hér í Svíþjóð og líður ekki sá dagur að það flækist ekki einn eða fleiri hér inn til okkar.  Þeir sem þekkja mig vita að mér er meinilla við öll svona kvikindi og eru því eflaust hissa að frétta að nú hleyp ég á eftir geitungunum en ekki undan þeim.  Gríp flugnaspaðann (sem er alveg ómissandi verkfæri á hverju heimili hér í Svíþjóð), bíð þar til þeir setjast og - SLAMM - úti er ævintýri!  Diljá hleypur inn í herbergi og lokar á eftir sér þegar hún sér geitung inni og svo kemur hún fram og segir:  ,,Er hann daujur?  Er hann fajinn?"  Og að lokum:  ,,Er hann jöndóttuj?"  Um daginn var hún í röndóttum stuttermabol og hélt því fram að þar af leiðandi gæti hún flogið!  Sem betur fer lét hún ekki reyna á þá kunnáttu.

Fyrir ykkur heima á Íslandi sem enn þjáist af skammtímabrjálæðisgeitungafælni - ráð sem María systir mín og sérlegur skordýraráðgjafi gaf mér:  Ef geitungur er að fljúga í kringum þig - láttu hann vera, þá lætur hann þig vera.  Hann er bara að athuga hvort þú ert blóm eða manneskja og þegar hann áttar sig á því að þú ert ekki blóm, lætur hann sig hverfa.  Svo einfalt er það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaug Úlfarsdóttir

Þetta er einmitt það sem ég hef verið að reyna að segja Jóa.

Guðlaug Úlfarsdóttir, 13.9.2006 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband