HAUSTAR AÐ

Haustlitirnir eru nú farnir að blandast þeim græna hér í smálensku skógunum.  Fallegt.

Eldri stelpurnar eru komnar á fullt í sínu námi og tómstundum á ný.  Sú yngsta byrjuð á nýjum leikskóla og gengur vel.  Gaman!

Við kveikjum á kertum þegar fer að skyggja og svo slökum við skötuhjúin á saman þegar þær litlu eru sofnaðar.  Notalegt!

Mér sýnist fólk hafa miklu meiri áhuga á frásögnum fólks sem fjalla um erfiðleika og veikindi en vellíðan og hamingju.  Skrítið...

...en ég verð víst að sætta mig við áhugaleysi ykkar því að lífi okkar hér í Svíþjóð verður aðeins lýst með einu orði:  HAMINGJASmile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er skrítið ég hef einmitt tekið eftir þessu og haft orð á því líka.
En já þetta var skemmtilegt blog takk fyrir það :o)

Áslaug Lár (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 16:22

2 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku Heiða, Óli, Rebekka, Sesselja, og Diljá...

Mér finnst alltaf gaman að lesa um hamingjuna ykkar í Svíþjóð, og bara að lesa frásagnir um hamingju sem ríkir í lífi fólks, en ég hef tekið eftir þessu sjálf, fólk vill frekar einbeita sér að óhamingju og vanlíðan fólks, af hverju, veit ég ekki.

Hér ríkir líka mikil hamingja, þó svo að veikindi og vanlíðan á hér heimili, en það má ekki leyfa svoleiðis leiðindum að minnka hamingjuna... Bestu hamingjukveðjur til ykkar í Svíþjóð frá okkur í San Jose, ég sakna ykkar, hlakka til þess að sjá ykkur næsta sumar

Bertha Sigmundsdóttir, 17.9.2007 kl. 23:33

3 identicon

Hæ hæ og hó hó. Það er kominn sami fílingurinn hérna megin við sundið. Kertaljós og bullandi hamingja. Hver þarf að vera að velta sér uppúr einhverjum leiðindum þegar maður getur vaknað á morgnana og boðið fólkinu sínu góðan daginn. Haltu áfram svona þetta er frábært.... Bestu kveðjur frá DK Svava

Svava Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 08:07

4 Smámynd: Guðlaug Úlfarsdóttir

Það á ekki við um mig.  Mér finnst ótrúlega gaman að lesa um það hvað þið hafið það gott og hvað ykkur gengur vel að fóta ykkur í nýju landi.

Guðlaug Úlfarsdóttir, 20.9.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband