BLÁBER, LAUKUR OG SVEPPIR

Nei, þetta er ekki uppskrift (enda myndi þetta sjálfsagt ekki passa vel saman).

Um daginn fékk Rebekka heimavinnu í heimilisfræði.  Hún átti að æfa sig að skera lauk eftir kúnstarinnar reglum (svona eins og atvinnumatreiðslumenn gera).  Svo stóð hún í eldhúsinu með kennslubókina og sagði svo:  ,,Þetta er algjör snilld".  Nú kalla ég alltaf í hana þegar ég þarf að láta skera lauk!

Í dag fór Sesselja með bekknum sínum út í skóg að tína sveppi.  Hún átti að finna 5 mismunandi tegundir af sveppum og læra hverja má borða og hverja ekki.

Diljá fór líka út í skóg í dag með leikskólanum.  Þau fóru að tína bláber.  Síðan fóru þau með bláberin á leikskólann og bökuðu bláberjaköku sem allir fengu að smakka á.  Diljá bauð auðvitað fram aðstoð sína í eldhúsinu...

Annars er það helst í fréttum að Rebekka sér nú loksins út úr augum þar sem hún er búin að fá linsur.

Diljá sér ósýnilegar kanínur (mömmu og ungann hennar) og dröslar þeim með sér í bandi (líka ósýnilegu) um allar trissur.  Ég er róleg meðan þær eru ekki tveggja metra háar og heita Harvey.

Sesselja sér fram á að byrja að dansa á táskóm í ballettinum í vetur og talar varla um annað.

Og Óli sést ekki - a.m.k. ekki í kvöld - þar sem hann er í stúdíói með annarri hljómsveitinni sem hann er í, að taka upp frumsamið lag.  (Hann samdi það þó ekki).

Sjáumst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

ooo ég man þegar ég fékk fyrstu táskóna mína, þvílík hamingja. Að vísu uppskar ég sérlega ljótar tær en það var sko vel þess virði

Sniðugt að kenna krökkum að skera lauk og þekkja sveppi. Ég er alltaf hálf klaufaleg við laukinn og hef mikið pælt í því hvort mér sé óhætt að steikja sveppina sem eru farnir að spretta í garðinum hjá mér.

Hahaha annars var mér einusinni dompað af því að ég neitaði að hætta að borða lauk og sveppi. Þá var ég að deita sérvitring sem borðar ekkert sem vex í skugga hahaha þvílíkur furðufugl

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 20.9.2007 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband