MELÓNUR OG VÍNBER FÍN...

Jæja, góðir hálsar.  Ég verð víst að standa mig í stykkinu núna þegar ég er loksins komin með Netið.

Við Óli vorum að koma af kynningarfundi í skólanum hennar Rebekku.  Hann tók næstum því 3 tíma.  Ekki af því að það þyrfti að koma svo miklu að heldur vegna þess að hér eru menn miklu rólegri í tíðinni.  Kennararnir tala h  æ  g  t   og á lágum nótum, í og með um daginn og veginn og hvað þeir hafi mikla ánægju af starfinu.  Síðan koma mikilvægar tilkynningar inn á milli á meðan foreldrarnir sitja og kjamsa á eplum, perum, banönum og vínberjum.  Ekkert svart kaffi í boði þar!  Í lok fundarins áttum við síðan stutt spjall við umsjónarkennarana hennar Rebekku, en hér eru tveir umsjónarkennarar með hvern bekk.  Þeim finnst hún auðvitað ótrúlega frábær og nú er verið að vinna í því að hún fái kennara sem er sérhæfður í sænsku fyrir útlendinga.  En henni gengur mjög vel að skilja það sem fram fer í skólanum.

Á meðan við vorum á fundinum var María að passa stelpurnar og fór með Sesselju á skátafund þar sem hún lærði að kveikja eld!  En það var svo aftur slokknað á Sesselju þegar við komum heim svo að ég fæ nánari upplýsingar um það hjá henni á morgun.

Það var ótrúlega notalegt að labba heim eftir fundinn.  Það var komið niðamyrkur strax um hálfníuleytið en það var hlýtt og hreyfði ekki hár á höfði.  Við gengum hér upp götuna þar sem eplatré og berjarunnar eru að sligna í öðrum hverjum garði.  Okkur finnst að það sé eiginlega núna fyrst sem við erum farin að slappa af.  Ég meina VIRKILEGA slappa af, ekki alltaf að spá í hvað tímanum líði.

Elskurnar mínar!  Verið hress, EKKERT STRESS, bless bless!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég samgleðst ykkur að vera í rólegheitunum þarna í Svíþjóð. Hér í Reykjavík er brjálæðið og stressið alltaf til staðar, fólk þyrfti svo sannarlega að læra að slaka á.
Annars bið ég að heilsa og gaman að fylgjast með lífi ykkar þarna úti. :)
Kveðja
Hulda Rós

Hulda Rós (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 13:36

2 Smámynd: Guðlaug Úlfarsdóttir

Æ hvað ég samgleðst ykkur.

Guðlaug Úlfarsdóttir, 13.9.2006 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband