HÚN HEFUR STÆKKAÐ....!

Jæja, ég var með Sesselju í mælingu á sjúkrahúsinu í morgun og hún hefur aldeilis stækkað stelpan núna.  Eins og þið vitið stækkaði hún ekki nema um 1 millimetra á tímabilinu mars-maí og ég var alltaf viss um að lyfin hefðu skemmst.  Svo fékk hún nýjan skammt í maí og síðan þá hefur hún stækkað um hvorki meira né minna en 4,3 sentimetra!!  Orðin 127,4 sm.

Ég skoðaði kúrfuna hennar og fram til 4 ára aldurs fylgdi hún sinni kúrfu sem var einni línu fyrir neðan meðalkúrfuna.  Svo fór að hægja á vextinum og þegar hún byrjaði á vaxtarhormóninu fyrir rúmlega 1 1/2 ári síðan var hún komin næstum því tveimur línum niður fyrir kúrfuna sína.  Núna loksins er hún að nálgast sína kúrfu aftur svo að þetta lítur bara vel út.

Sesselja er líka byrjuð í tónlistarskólanum.  Það losnaði eitt pláss á franskt horn og nú hljómar semsagt þverflauta úr einu herbergi, franskt horn úr öðru og gítar þess á milli.  Svo æpir Diljá Fönn:  ,,Hvenær má ég fá að spila á eitthvað!"  Ég er að spá í að sækja um á fiðlu fyrir hana, það er Suzuki kennsla hér við tónakólann nefnilega.  Sjáið þið hana ekki fyrir ykkur??  Við sáum Sesselju nú alltaf fyrir okkur velja sér rokkaðra hljóðfæri en franskt horn en hún er svo himinlifandi með hornið sitt og æfir sig á hverjum degi.  Enn sem komið er.

Jæja, það er jójó-dagur hjá mér í dag:  sækja og skutla og sækja og skutla alveg fram á kvöld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband