KOMIN Í SKÓLA

Jæja, kæru vinir og vandamenn - þá er mín byrjuð í skóla.  Ég rakst á auglýsingu á netinu fyrir algjöra tilviljun, um ferðaskrifstofunám í fjarnámi hér í Svíþjóð, sótti um, fékk inngöngu og nú er bara gaman hjá mér.  (Eins og þið vitið hefur mér aldrei þótt leiðinlegt í skóla - ja, nema íþróttatímumCool).  Ég var í skólanum uppi í Eskilstuna í byrjun vikunnar í tvo daga og hitti hina 38 sem verða með mér í þessu námi.  Þetta var fólk af öllum stærðum og gerðum, frá öllum hlutum Svíþjóðar og 11 mismunandi þjóðlöndum.  Það náðist góður andi í hópnum og var virkilega gaman.  Ég er síðan í vinnuhóp með tveimur konum sem búa í nágrenni við mig - önnur er frá Filippseyjum og hin frá Tyrklandi - mjög alþjóðlegt allt saman.

Þetta verður 4 mánaða nám og ég á síðan eftir að fara tvisvar í viðbót í svona tveggja daga ,,hitting" í Eskilstuna, í desember og febrúar.  Síðan verður tekið lokapróf í Stokkhólmi aðra vikuna í mars.  Það er 6 klukkustunda próf sem er tekið á sama tíma um allan heim (þ.e. í sömu vikunni).  Að því loknu, í byrjun apríl, fer ég í 4 daga æfingabúðir í bókunarforritinu Amadesu í Eskilstuna og að því loknu þarf ég að vera búin að redda mér 10 vikna starfsþjálfun á ferðaskrifstofu eða flugvelli.

Kostirnir við þetta nám (fyrir utan það að geta lært heiman að frá sér) eru auðvitað þeir hvað það er stutt, eftir 6-8 mánuði er maður kominn með skírteini upp á háskólagráðu í vasann.  Það er mikil eftirspurn eftir fólki með þessa menntun þar sem enginn fær starf á ferðaskrifstofum hér í dag nema hafa þetta nám.  70% af þeim sem útskrifuðust á vorönn á þessu ári voru komnir með vinnu áður en þeir luku starfsþjálfuninni.  Og í þriðja lagi er þetta alþjóðlega viðurkennt, þetta nám er samræmt um allan heim þannig að ef/þegar ég flyt aftur heim á klakann get ég nýtt mér þetta þar.

Svo er náttúrulega bara svo mikið ,,kikk" í því að vera farinn að fást við eitthvað sem er krefjandi og skemmtilegt!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Vá, frábært hjá þér. Til hamingju með þetta framtak.

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 13.10.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Takk =)

Aðalheiður Haraldsdóttir, 13.10.2007 kl. 19:14

3 Smámynd: Guðlaug Úlfarsdóttir

Innilega til hamingju með það Heiða mín og njóttu þess vel að vera komin aftur í skóla.

Guðlaug Úlfarsdóttir, 14.10.2007 kl. 21:24

4 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku besta Heiða mín, hjartanlegar hamingjuóskir með þetta allt saman, aftur!!!! Ég er svo óendanlega stolt af þér, og lít svo mikið upp til þín, alveg síðan ég var um sautján ára gömul, og þú bauðst mér í mat til ykkar Óla í Stífluselið. Manstu, og ég og þú spiluðum Scrabble oft, stundum leyfðum við Óla Kalla að vera með Svo fékk ég að hanga með ykkur á hljómsveitaræfingum, og þú kipptir þér aldrei neitt upp við það að ég var litla frænkan hans Óla og var skugginn hans svo árum skipti... Ætli það verði ekki bara þér að þakka að ég reyni að drífa mig aftur í skólann, taki kannski kennarapróf svo ég geti byrjað að kenna, eða kannski að ég geri nú úr því og drífi mig í masterinn, ég er búin að vera að huga að því og láta mig dreyma í nokkur ár núna.....það er bara aldrei að vita.

Takk fyrir að vera þú, og má ég fá smá af dugnaðinum þínum beint í æð þegar ég þarf á honum mest að halda, gerðu það??????

Ástarkveðjur og gangi þér vel, elskan. Kossar á alla línuna

Bertha Sigmundsdóttir, 15.10.2007 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband