HVAÐ ER AÐ GERAST?

Frá því að hörmungarnar dundu yfir í finnska skólanum í síðustu viku, hefur fleiri skólum í Skandinavíu verið hótað.  Í gær barst Arabyskolan hér í bæ hótun um skotárás.  Rebekka frétti þetta þegar hún hitti krakka úr þessum skóla á lúðrasveitaræfingu í gærkvöldi.  Vopnaðir lögreglumenn vöktuðu skólann í allan gærdag og enginn fékk að fara út úr skólanum fyrr en að skóladeginum loknum en krökkunum var sagt að þetta væri lögregluæfing.  Foreldrar voru ekki látnir vita og hefur það sætt gagnrýni.  Sjálfsagt hafa menn viljað koma í veg fyrir að ofsahræðsla gripi um sig.  Dagurinn gekk sem betur fer átakalaust fyrir sig en menn taka enga áhættu og í dag vakta öryggisverðir skólann.  Sjá http://www.smp.se/nyheter/vaxjo/manga-rykten-bland-eleverna-pa-arabyskolan(314811).gm

Auðvitað finnst manni þetta óþægilegt.  Þetta er ekki stór bær og þessi skóli er ekki svo langt frá okkur.  Vonandi á lögreglan eftir að handsama þá sem stóðu fyrir þessari hótun og þó að það sé auðvitað ótrúlegt að mönnum skuli detta svona lagað í hug, vonar maður auðvitað líka að aldrei hafi legið nein alvara að baki.

Að finnski árásarmaðurinn hafi verið í tölvusamskiptum við bandarískan nema sem hafði skipulagt samskonar ódæði vekur auðvitað upp spurninguna um það hvort einstaklingar sem dæmdir hafa verið fyrir svona glæpi eigi að hafa ótakmarkaðan aðgang að umheiminum í gegnum Internetið?  Hvort sem er  til upplýsingaöflunar eða samskipta við hvern sem er?  Eiga þeir að hafa möguleika á að koma hugmyndum sínum óhindrað á framfæri við hvern sem er?  Mér er spurn.


mbl.is Auvinen átti samskipti við fangelsaðan bandarískan táning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ég á bara ekki til orð, að fangelsaðir unglingar fái yfirhöfuð að nota netið, mér finnst það bara fáránlegt, sérstaklega vegna glæpsins sem drengurinn er í fangelsi fyrir, þetta er bara til háborinnar skammar. Rosalega er leiðinlegt að heyra að núna eru þessar hótanir komnar í nánd við ykkur, það er mjög scary. Ég vona að ekkert verði úr neinum af þessum hótunum, það er sorglegt að sjá að ungt fólk þurfi að óttast að fara í skólann, heimurinn er orðinn ljótur þegar það er farið að gerast.

Ég vona, elsku besta Heiða mín, að allir í ykkar bæ og nánd við ykkur, og bara í Svíþjóð, Norðurlöndunum, ókei, öllum heiminum, séu óhult gagnvart svona hótunum og tilraunum, og ódæðisverkum í skólum barna okkar. Ég er mjög hrædd um framtíð allra barna okkar í heiminum, þegar skólinn er ekki lengur öruggur.

Farið vel með ykkur, please.... Kossar og knús frá Kali

Bertha Sigmundsdóttir, 13.11.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband