EINU SKREFI NÆR.....DRAUMADJOBBINU!

Jæja, allt er þetta nú að koma!Grin

Á þriðjudaginn fór ég í viðtal hjá ferðaskrifstofunni Big Travel hér í bæ til að sækja um starfsþjálfun.  Þar var tekið vel á móti mér og yfirmaðurinn þar á bæ virtist jákvæður.  Hann þurfti hins vegar að ráðgast við yfirboðara sína í Malmö og ætlaði að gefa mér svar eftir 1-2 vikur.  Gott og vel.

Í morgun fór ég síðan í viðtal hjá Resia, sem er önnur af tveimur stærstu ferðaskrifstofukeðjunum hér í Svíþjóð.  Og ég fékk bara loforð um 10 vikna starfsþjálfun á staðnum!!! GrinGrinGrin  Með góðum möguleikum á starfi hjá þeim í framhaldinu!!!!! GrinGrinGrinGrinGrinGrinGrin

Ég er alveg í skýjunum!  Einu skrefi nær draumastarfinu!  Yfirmaðurinn þarna, Áróra, var alveg yndisleg og sagðist bara endilega vilja fá mig, lét mig meira að segja fá heimavinnuGrin - ég fór frá henni klyfjuð tveimur plastpokum, fullum af ferðabæklingum og fleiri upplýsingum sem ég þarf að kynna mér áður en ég mæti til leiks.

Starfsþjálfunin byrjar að bóklega náminu loknu um miðjan mars og stendur fram í júní.  Ég get nú bara varla beðið eftir því - væri alveg til í að hoppa yfir jólin og allt og fara bara beint inn í mars á næsta ári....eða næstum því.  Fái ég vinnu þarna (sem ég ætla mér að gera) er bara allt frábært við það.  Resia er í miðbænum, stutt að fara og ég eeeelska miðbæinn!  Síðan eru bæði föst laun og sölubónus og þar að auki er farið í tvær námsferðir á ári!  Það er auðvitað nauðsynlegt að kynnast af eigin raun þeim áfangastöðum sem verið er að selja - en ekki hvað!

Ég er eiginlega í hálfgerðu spennufalli núna - ég átti bara ekki von á að þetta myndi ganga svona vel!  Nú er bara að fara að sökkva sér niður í bæklinga um skemmtiferðaskip, sólarlandaferðir, Kína, Tæland, Ísland....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta. Vonandi færðu djobbið

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 17:12

2 identicon

Frábært, til hamingju, kæra vinkona.  Þú ferð auðvitað bara í að búa til pakkaferðir til Íslands.  Rúllar þessu örugglega upp.  Og bíddu róleg, mars er alveg á næsta leiti.  Bestu kveðjur úr kuldanum og myrkrinu.

 Unnur og félagar.

Unnur (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 18:42

3 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Takk fyrir.  Var að skoða auglýsingabækling um Íslandsferðir.  Þar er t.d. talað um Víkingaprófið sem einungis er hægt að taka á Íslandi!  Til að vera sannur víkingur þurfa menn að éta kæstan hákarl og baða sig síðan í ísköldu Atlantshafinu!! Hafið þið heyrt aðra eins vitleysu!!   Ég er sko fallin fyrirfram!  Ætli ég teljist þá ekki heldur vera alvöru Íslendingur???

Aðalheiður Haraldsdóttir, 22.11.2007 kl. 18:57

4 Smámynd: Benna

Hæhæ frábært að heyra að vel gengur hjá þér, ég bjó nú einu sinni í sweden og hálf öfunda þig bara hehe....þakka þér kærlega fyrir falleg og hlý orð í minn garð.

Benna, 22.11.2007 kl. 22:52

5 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Vá, elsku besta Heiða mín, þetta eru sko frábærar fréttir, og ég veit að þú átt eftir að fá þessa vinnu, ef það er þinn hugur. Þetta er allt voða spennandi hjá þér, og ég samgleðst þér svo innilega, þetta er frábært. Færðu ekki afslátt á ferðum þá? Kannski ódýrt flugfar til Kaliforníu???????? Það væri sko ekki verra, þú mátt alveg kíkja á ferð fyrir mig til Svíþjóðar líka, þú verður bara minn private traveling counselor.....

Hlakka til þess að heyra frá ykkur um helgina, kossar og knús á alla línuna.

Bertha Sigmundsdóttir, 23.11.2007 kl. 17:15

6 identicon

Sæl, ég rakst á bloggið þitt á netbrávsi. Ég hef áhuga að vita meira um þetta nám sem þú ert í. Ertu nokkuð til í að senda mér póst og segja mér aðeins hvernig þetta nám er og kannski senda mér linkinn í leiðinni (á náminu). Ég er nefnilega að flytja til Svíþjóðar næsta sumar og hef áhuga á að kynna mér þetta nám.

Ég væri afskaplega glöð ef þú værir til í þetta :)

Kær kveðja, Salome.

salomehall@gmail.com

Salome (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband