VIRKILEGA...

...er uppáhaldsorð yngstu heimasætunnar um þessar mundir.  Hún er nú aldeilis vön því að skipa heimilisfólkinu fyrir hægri-vinstri en er að sama skapi ekki jafn ánægð með það að láta segja sér fyrir verkum.

Pabbi hennar var að svæfa hana í fyrrakvöld.  Hún var nú ekki alveg til í að fara að sofa svo pabbi hennar reyndi að beita gamalkunnu íslensku húsráði og sagði að hún yrði að vera sofnuð þegar Stekkjastaur kæmi, annars færi hann framhjá glugganum hennar og hún fengi ekkert í skóinn.  Þá svaraði Diljá:  ,,Sko, pabbi.  Jólasveinninn virkilega ræður ekki hér í Växjö.  Hann ræður ekki heldur á Íslandi.  Og hann ræður ekki í öðrum löndum heldur.  Hann ræður bara heima hjá sér!"

Og hana nú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Hahaha þetta var virkilega gott hjá krílinu

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 18.12.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband