21.12.2007 | 10:15
JÓLIN ERU AÐ KOMA...
Við erum búin að fá alveg frábærar sendingar að heiman: SS-sinnep (ómissandi á hamborgarahrygginn og með skötunni), River-hrísgrjón (ómissandi í jólagrautinn), lakkrískurl (ómissandi í uppáhaldssmákökurnar), íslensk jólalög (alltaf ómissandi) og svo alveg heilan helling af íslensku nammi!!!!! (það er nú varla hægt að lifa án þess til lengdar) Svo er von á alvöru Cheerios og Cocoa Puffs frá Ameríku. Og skatan bíður í frystinum og maltið er komið í hús. Gæti bara ekki verið betra. Takk, takk, takk elskurnar fyrir allar sendingarnar!
Nú eru stelpurnar auðvitað komnar í jólafrí fram til 8. janúar. Hér eru margir búnir að skreyta jólatrén og þau standa ljósum prýdd í stofum landsmanna. Við breytum ekkert út af okkar vana og skreytum bara á Þorláksmessu. Hins vegar eru jólaskreytingarnar okkar aðeins farnar að smita út frá sér. Í fyrrakvöld birtist allt í einu jólasería í gluggum í blokkinni á móti okkur. Og það meira að segja lituð. Og nágrannakona mín sem kom hingað sagði að hún og fleiri hefðu verið að velta því fyrir sér hvernig okkur tækist að hafa gluggaseríurnar svona beinar. Sogskálarnar - þið vitið! Henni fannst þetta algjör snilld! Langar í svona líka!
Annars vildi ég láta ykkur vita að jólakortin berast ykkur sennilega ekki fyrr en milli jóla og nýárs. Vonandi fyrirgefið þið það! Svo heyrumst við vonandi um jólin!
(til minnis fyrir næstu jól: láta kaupa sogskálar fyrir seríur og seríuperur fyrir okkur...)
Athugasemdir
Bestu jóla og nýjárskveðjur til þín og þinna
Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 20:38
Gleðilega hátíð.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.