BLIXTAR OCH DUNDER - MAGISKA UNDER

Rétt eftir að við höfðum rennt Royal-búðingnum og þeytta rjómanum niður í gær skall á með þrumum og eldingum og ausandi rigningu.  Stelpunum stóð hreint ekki á sama og ætluðu allar að sofa í stofunni hjá mér en við Óli fórum út á svalir til að horfa á sjónarspilið.  Veðrið fór hér yfir og liðu þá ekki nema 2-3 sekúntur á milli blossanna.  Og hávaðinn var eins og á gamlárskvöldi.  En óveðrið leið fljótt hjá og stelpurnar skriðu aftur upp í bólin sín.  Við höfðum að sjálfsögðu tekið sjónvörp, tölvu og síma úr sambandi og þetta varð til þess að við Óli fórum að sofa kl. 22:00 - nokkuð sem gerist ekki oft.

Nú er að létta til, sólin byrjuð að skína og útlit fyrir hlýjan og góðan dag!

 (Fyrir þá sem ekki kveikja á perunni er fyrirsögnin tekin úr sigurlagi Svía úr Eurovision - ,,Diggi-Loo, Diggi-Ley") Glottandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og nú er ég komin mað það á heilann!!
Hringi í kvöld.

Unnur (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband