AFSLÖPPUN UM JÓLIN

Gleðileg jól, elskurnar!  Við erum búin að hafa það rólegt og reglulega notalegt nú um jólin.  Við héldum íslensk jól hér heima, hlustuðum á kirkjuklukkurnar hringja þau inn í gegnum tölvuna og hlýddum svo á útvarpsmessuna í Dómkirkjunni meðan við borðuðum hamborgarahrygginn og laufabrauðið og drukkum malt og appelsín með!  Það gerist nú ekki betra en það!Grin  Dagurinn hafði reyndar verið erfiður fyrir yngstu heimasætuna enda man maður hvað það var erfitt að bíða eftir að jólin kæmu þegar maður var bara fjögurra ára.  Síðustu tímana spurði hún stöðugt:  ,,Hvað er klukkan?"  ,,Hún er 11 mínútur yfir fimm", sagði ég.  ,,Já, en hvenær hringja klukkurnar?"  ,,Klukkan sjö", svaraði ég.  ,,Aha - en hvað er klukkan núna?"

Svo varð hún alveg róleg þegar við fórum að borða, þó að lystin væri minni en venjulega.  Eftir matinn settumst við svo inn í stofu, settum íslensk jólalög undir geislann, Nóa-konfekt í skál og opnuðum svo pakkana í rólegheitum.  Meira að segja Diljá var alveg þolinmóð í því.Halo

Ástarþakkir fyrir allar góðu gjafirnar sem þið senduð okkur! InLove Það voru allir mjög ánægðir með það sem þeir fengu!!

Á jóladag var áframhaldandi afslöppun og á annan í jólum fórum við í heimsókn til Målilla, snæddum sænska jólaskinku og annað góðgæti og slöppuðum af í sveitinni!

Á fimmtudeginum fengum við síðan góða gesti í heimsókn:  Gunnar, bróðir hans Óla, og Dúfa konan hans eyða jólum og áramótum hjá Ragnhildi dóttur sinni og fjölskyldu hennar í Kaupmannahöfn, og þau smelltu sér upp í járnbrautarlest sem fer frá Köben og beint hingað til okkar og gistu hjá okkur í eina nótt.  Ragnhildur kom líka með og litla sæta Anna Dúfa.  Stelpunum þótti nú ekki leiðinlegt að fá litlu krúsídúlluna í heimsókn og voru duglegar að leika við hana.  Það var virkilega gaman og notalegt að fá þau í heimsókn.

Nú er bara áframhaldandi afslöppun, það er engin vinna hjá Óla milli jóla og nýárs.  Á gamlárskvöld ætla pabbi, Irene og Maria að vera hjá okkur og á nýársdag ætlum við að hitta sænskt vinafólk.  Skólinn byrjar aftur hjá stelpunum þann 8. janúar svo að það er nóg eftir!

Hafið það áfram gott yfir jól og áramót!  Hér koma nokkrar myndir frá jólunum!

Fyrst þarf að setja saman jólatréð 

Fyrst þarf að setja saman jólatréð!

Jólatréð í stofu stendur

Jólatréð í stofu stendur...!

Sesselja og Diljá

Systurnar bíða spenntar eftir jólunum!

Sesselja og Diljá

Komnar í sparifötin og pakkarnir bíða!

Og þá er að opna pakkana

Sesselja las á pakkana!

Diljá í jólaskapi

Diljá og Rebekka greinilega glaðar með sitt!

Jólin 2007

Húsmóðirnin í afslöppun!

Gjöfin frá Boggu ömmu

Diljá komin í gjöfina frá Boggu ömmu...

Náttfötin frá Boggu ömmu

...og Sesselja líka.

Og þá var að púsla dótinu saman

Og þá var að púsla öllu dótinu saman!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sætar stelpur.Æðisleg kirkjan og bóndabærinn. GLEÐILEGT NÝTT ÁR

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband