ALIVE AND KICKING...

Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram!  Ég áttaði mig ekkert á því að ég væri ekki búin að blogga bráðum í heilan mánuð!

Annars er bara sama súpan í sömu skálinni hér.  Vinna, skóli, tómstundir og öllum líður vel.  Það eru 7 vikur þar til ég tek prófið í ferðaskrifstofufræðum í Stokkhólmi þannig að ég hef nóg að gera.  Óli og félagar í Higgins blues band æfa á fullu fyrir Norðurljósablús á Hornafirði og stelpurnar dansa, syngja og spila.  Rebekka er meira að segja bæði farin að dansa og syngja.  Hún æfir orðið ,,drill" fyrir lúðrasveitina, þið vitið, sveifla sprota og dansa!  Henni finnst það rosalega gaman en hún hefur ekki dansað síðan hún móðgaðist í dansskólanum 3 ára gömul við það að Fugladansinn var spilaður á vitlausum hraðaLoL  Svo er hún alltaf í tónlist í skólanum og þar er krökkunum skipt í litla hljómsveitarhópa, fyrir áramót var hún látin spila á gítar en nú er hún í hóp með þremur strákum og á að syngja, takk fyrir!  Og er bara ánægð með það!  Þeir sem þekkja Rebekku vita að þarna hefur orðið mikil breyting á dömunni!

Svo er búið að bjóða henni að taka samræmda prófið í stærðfræði nú í vor, ári á undan bekkjarfélögum sínum, enda er hún að verða búin með námsefni næsta árs í fræðunum.  Þetta er ekki algengt hér en kennararnir vilja ekki þurfa að halda aftur af henni og ætla síðan að útvega henni menntaskólanámsefni næsta vetur. Smile  Hún er líka búin að færast upp um sundhóp og æfir nú 8 klst. á viku og er oft að synda um og yfir 4 km á æfingu!  Svo að stelpan er alveg að brillera hér á öllum sviðum.

Jæja, best að fara að sökkva sér niður í námsbækurnar.  Hafið það sem allra best og reynið að fjúka ekki um koll þarna heima!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Já tíminn flýgur svo sannarlega .... tja reyndar fýkur hann hér á skerinu hahaha

En það er aldeilis að dóttirin er að slá í gegn, það er alltaf svo mikill léttir þegar börnunum gengur vel ekki síst á svona iðjuleysingjatímum sem krakkar virðast margir húkt á sjónvarpi og tölvuleikjum

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 23.1.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Alltaf jafn gaman að heyra frá uppáhaldsfjölskyldumeðlimum mínum (uss, ekki segja neinum....) og mér finnst frábært að heyra að henni Rebekku minni gangi svona vel, það kemur mér svosem ekkert mikið á óvart, ég gekk sjálf í gegnum þetta í Danmörkunni, þannig að mér finnst frábært að sjá að sagan endurtaki sig, hóst tuttugu árum síðar

Ég er enn á leiðinni að senda glaðninginn, er loksins farin að sofa bara til eitt á daginn, þannig að ég er öll að koma til, dríf mig nú á pósthúsið í lok vikunnar og sendi ykkur glaðninginn, betra seint en aldrei, er það ekki?

Svo bið ég bara rosalega vel að heilsa Óla Kalla mínum, og kysstu og knúsaðu frænkur mínar, og biddu Óla Kalla um að kyssa og knúsa þig frá mér, því að ég sakna þín mikið, get ekki beðið eftir að sjá ykkur í sumar, ég vona að þið komist!!!!!

Bertha Sigmundsdóttir, 23.1.2008 kl. 22:49

3 Smámynd: Hulda Rós Sigurðardóttir

Ég hlakka mikið til að sjá Óla og félaga á blúshátíðinni. Ætlið þið öll að kíkja á hátíðina?

Hulda Rós Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 12:22

4 identicon

Dugleg stúlka.Kvitt,kvitt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband