6.10.2006 | 10:22
REBEKKA Á FERÐ OG FLUGI
Eldsnemma í morgun, eða rétt fyrir kl. 7, lagði Rebekka af stað með lest til Gautaborgar. Allt gekk vel og nú er hún, ásamt 12 öðrum íslenskum krökkum, á leiðinni til Åh (framb. Ooh) sem er rétt fyrir utan Gautaborg. Þar verða þau við fermingarfræðslu og margs konar skemmtun um helgina.
Diljá er enn í aðlögun á leikskólanum og gengur bara vel. Ég er búin að skreppa frá henni 3svar sinnum og það var ekkert mál þannig að ég reikna með að aðlöguninni ljúki í næstu viku.
Hér er milt haustveður, léttur úði en hlýtt úti. Komið helgarfrí og skemmtileg helgi framundan. Segi meira frá því síðar!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.