6.10.2006 | 10:31
PÓSTURINN
Það er svo margt smálegt í lífi okkar sem okkur finnst að geti bara verið gert á einn veg og maður verður alveg undrandi þegar maður sér að svo er ekki.
T.d. það hvernig pósturinn er borinn út. Bréfberarnir hér keyra um ýmist á einhvers konar litlum kerrum eða stærri bílum og við furðuðum okkur á því að stýrið í þeim er hægra megin, svona eins og í Bretlandi. Einn góðan veðurdag áttaði ég mig á því hvernig stendur á því. Hér í Svíþjóð er fólk nefnilega ekki með bréfalúgur á hurðunum hjá sér eins og algengast er heima. Nei, flestir eru með póstkassa sem er staðsettur út við götuna. Svo keyrir pósturinn bara eftir gangstéttinni, teygir höndina út um gluggann og stingur póstinum í póstkassann. Sniðugt í Svíþjóð!!
Athugasemdir
Hæhæ,
Fann bloggið ykkar alveg óvart. Gaman að fá fréttir úr útlandinu. Gangi ykkur vel.
Gummi Erlings
Gummi (IP-tala skráð) 6.10.2006 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.