Á TÁNUM!

PICT5029Sesselja kom heldur en ekki glöð heim úr ballett í síðustu viku!  Með táskó!!  Tekur hún sig ekki vel út?  Grin  Alvöru ballerína!  Kennarinn hennar safnar saman notuðum skóm þar sem þeir eru mjög lítið notaðir hjá krökkum á þessum aldri og miklu ódýrarir en nýir.  Sesselja er búin að máta hverja skóna á fætur öðrum í vetur en ekkert hefur passað á hana svo að við vorum farin að spá alvarlega í að keyra til Gautaborgar eða Kaupmannahafnar til að kaupa á hana táskó, því að þeir fást ekki hér.  En loksins fundu skór sem pössuðu!  Og hún er búin að snúast eins og skopparakringla um alla íbúðina síðan.  Dugleg að æfa sig.

PICT5032

Litla systir er líka spennt yfir þessu öllu saman og þegarDansskórnir Sesselja fer í dansskóna, skellir hún sér jafnan í þetta forláta pils, sem vinkona hennar Rebekku gaf henni, og hún kallar ýmist rokkpils, diskópils eða ballettpils - eftir því sem við á.  Fer síðan í gömlu ballettskóna hennar Sesselju og tekur nokkra létta takta! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dásamlegar myndir, æðisleg af Diljá í dansstuðinu! Gangi þér rosalega vel með lærdóminn og enn betur í prófinu, þú átt auðvitað eftir að rúlla þessu upp, það er ég viss um. Og já, það er alltaf það besta við ferðalög að koma heim til sín aftur (nú er ég að vísa í nýjustu færsluna þína, ég las þær báðar en kvitta bara við þessa). Hafið það gott og knús á alla línuna!

Ragnhildur (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband