13.10.2006 | 07:31
SVALI
Þegar við Diljá komum út í morgun til að fara á leikskólann var bara nokkuð svalt. Ekki laust við að haustið sé komið og rétt að fara að draga fram úlpur, vettlinga og húfur. Hér segja menn að haustið sé komið þegar hitinn fer undir 10°C í tíu daga og nú stendur mælirinn hjá mér í 8 gráðum sem er lægsta tala sem ég hef séð síðan við komum. En himinninn er heiður og sólin skín ákaft og svo bærist auðvitað ekki hár á höfði.
Ég hlakka bara til vetrarins. Vötnin frjósa og fótboltavöllum er breytt í skautasvell svo að þá kætast nú stelpurnar mínar. Aldrei að vita nema menn prófi að stíga á skíði. Hér þarf maður a.m.k. ekki að velkjast í vafa um það hvaða árstíð er hverju sinni!
Rebekka kemur með vinkonu sína heim úr skólanum í dag í fyrsta sinn og ég ætla að fara að baka skúffuköku handa liðinu!
Athugasemdir
Æ, það er orðið allt of langt síðan ég kom við hérna hjá ykkur. Sama gamla ástæðan ég er alltaf að gera eitthvað á fullu. Nú er legóið komið á fullt skrið og við vorum að til kl. 22 í gærkvöldi og ætlum í æfingabúðir að Hrollaugsstöðum um næstu helgi.(Það er búið að loka skólanum þar vegna barnafæðar) Ég get því ekki hitt vinkonur mínar í sumarbústað á Hala fyrr en ég er búin að koma krökkunum heim á laugardaginn. En þetta kemur allt í ljós.
Bestu kveðjur.
Gulla og co.
Guðlaug Úlfarsdóttir, 14.10.2006 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.