2.3.2008 | 18:19
AFMÆLI, NORÐURLJÓSABLÚS OG ÓFÆRÐ
Hún á afmæli í dag - hún á afmæli í dag - hún er 15 ára hún Rebekka
Já, það eru hvorki meira né minna en 15 ár síðan frumburðurinn læddist í heiminn. Átakalaust eins og allt í kringum hana alla tíð. Ég sagði systur minni sem líka var að fara að eignast sitt fyrsta barn að þetta væri sko ekkert mál. Ég væri alveg til í að endurtaka þetta næsta dag. 13 dögum síðar var hún sko alls ekki sammála mér! ,,Þetta var víst vont", sagði hún við mig í ásökunartón. En ég var í sæluvímu yfir stelpunni minni og tók það ekkert nærri mér.
Já, hún er alltaf jafn róleg, hefur hvorki dottið af henni né dropið í 15 ár. Rosalega klár stelpa sem kemur okkur stöðugt á óvart, hæfileikarík, dugleg og ljúf og góð. Til hamingju með daginn, elskan mín.
Hún bauð vinkonum sínum í pizzupartí og bíó hér heima á föstudeginum. Þar sem pabbi hennar er á leiðinni frá Íslandi í þessum skrifuðu orðum, verður fjölskyldukaffið tekið seinna.
Mig dreymdi í morgun að Óli og hljómsveitin hans sem var að spila á Norðurljósablús á Höfn, kæmu rennandi á rútunni í Vík í Mýrdal og strákarnir voru svo hrifnir af landi og þjóð að þeir ákváðu að taka einn aukadag í Reykjavík. Í því vaknaði ég við símann. Það var Óli. Þeir voru fastir í snjóskafli í Vík! Það þurfti að ryðja veginn fyrir þá sérstaklega svo að þeir kæmust leiðar sinnar, en það hafðist og þeir náðu sem betur fer flugvélinni.
Þeir spiluðu á Hótel Höfn í gærkvöldi og tókst vel til að sögn fróðra manna. Þeir spila reyndar ekki blús heldur rokkabillý og söngvarinn og gítarleikarinn John semur flest lög og texta sjálfur. Lifir og hrærist í rokkabillýstílnum. Sjálfir voru þeir mjög ánægðir með hvernig til tókst og ekki síður viðbrögð leikinna og lærðra! Þið getið lesið allt um Norðurljósablúsinn hér.
Nú bíðum við bara eftir að Óli skili sér í hús með páskaegg og fleira íslenskt góðgæti.
Athugasemdir
hó hó og til hamingju með stelpuna þína.... og ykkar auðvitað Óli minn ég má nú ekki alveg gleyma þér..... Vona að allir hafi skilað sér heilu og höldnu frá fróni.... úr allri ófærðinni þar.... ég fékk einmitt send svona sex stykki í pakka í dag frá einni góðri vinkonu á Höfn..... það er svo að við fáum málshættina....Vona að þið hafið það huggulegt þarna hinumegin bestu kveðjur héðan Svava og Siggi biður að heilsa
Svava Bjarna (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 21:18
Elsku besta Rebekka mín!!!! Hjartanlegar hamingjuóskir með daginn, fimmtán ára, ég man sko eftir þér sem nýfæddri dömu, rauðhærð og bolluleg varstu, og alltaf svo gáfuð. Mikið er nú gaman að heyra sögurnar af þér úti í þessum stóra heimi, þar sem þú verður klárari og klárari með hverjum degi. Njóttu dagsins, elskan, til hamingju frá okkur öllum hér í Ameríkunni.
Kæra Heiða og Óli, enn og aftur er ég búin að vera uppi í rúmi í veikindum, en er komin á ról, við verðum að hittast á vefnum fljótlega. Ég vona að Óli meiki það aftur heim til ykkar og gaman að lesa um ferðir hans heim. Ég vona að ég nái í ykkur á næstu dögum svo að ég geti spyrt ykkur frétta að heiman. Farið vel með ykkur, og við heyrumst very soon!!!!! Heiða, ertu búin í prófum????? Ef svo, hvernig gekk????? Kossar og knús á alla línuna
Bertha Sigmundsdóttir, 3.3.2008 kl. 22:18
Takk fyrir kveðjurnar, elsku vinir!
Nei, Bertha - prófið er eftir viku, þriðjudaginn 11. mars. Smá skjálfti í manni svona! Vona að við hittumst sem fyrst á msn
Aðalheiður Haraldsdóttir, 4.3.2008 kl. 18:09
Til lukku með "litlu" stelpuna þína.
Já það var svo sannarlega skemmtilegt á blúshátíðinni. Ég var nánast allan tímann á Óla Kalla á laugardeginum og hans hljómsveit og skemmti mér mjög vel. Þeir komu með hressilega tónlist inn í hátíðina í bland við annan hefðbundndari blús hjá mörgum öðrum böndum.
Svo bíð ég bara spennt eftir því að þú látir sjá þig á næstu hátíð, þá verður sko ekkert babú heldur tökum við bara dúó!
Hulda Rós Sigurðardóttir, 5.3.2008 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.