AF HVERJU?

Hún Diljá Fönn er á ,,Arastiginu" núna.  Það er sama hvert umræðuefnið er, hennar innlegg í umræðuna er alltaf:  ,,Af hverju?" og oftast er algjörlega ómögulegt að svara því.

DæmiDiljá:  Hvað er Sesselja að gera?  Ég:  Horfa á barnatímann.  Diljá:  Af hverju horfa á barnatímann?  Ég:  Af því að hann er skemmtilegur.  Diljá:  Af hverju hann skemmtilegur? ...

Annað dæmi:  Óli er að koma úr baði.  Diljá:  Af hverju ertu á brókinni?  Óli:  Af því að ég var í sturtu.  Diljá:  Af hverju varstu í sturtu?  Óli:  Af því að ég var svo skítugur.  Diljá:  Af hverju varstu skítugur?  Óli:  Af því að ég var í vinnunni.  Diljá:  Hvert ertu að fara?  Óli:  Ég er að fara að klæða mig OG EKKI SPYRJA AF HVERJU!  Diljá:  Af hverju ekki?  Af hverju klæða þig?  O.s.frv. ...

Þið skiljið....  Arastigið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband