16.10.2006 | 08:10
HELSINGBORG
Við skruppum til Helsingborg í gærdag. Gunnar (bróðir hans Óla) og Dúfa konan hans voru í heimsókn hjá dóttur sinni og tengdasyni sem eru að stúdera í kóngsins Köben. Þau skelltu sér öll yfir sundið með ferjunni og við áttum ægilega notalega stund saman. Við lögðum undir okkur kaffihús en þegar það lokaði og við vorum vinsamlegast beðin um að fara príluðum við upp á gamalt virki og virtum Danmörku fyrir okkur.
Diljá kolféll fyrir Ragnhildi og Hirti, eins og Sesselja og Rebekka á undan henni, enda finnast ekki meiri barnagælur. Hún vildi bara leiða Hjört og Gunnar frænda sinn, sem hún kallaði afa!
Það eru ekki nema 189 km frá okkur til Helsingborg og við ætlum svo sannarlega að skreppa í heimsókn yfir sundið þegar litli erfinginn þeirra skötuhjúa skýst í heiminn!
Gunnar, Dúfa, Ragnhildur og Hjörtur: Takk fyrir frábæra samverustund!
Athugasemdir
Hejsan Svejsan...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.10.2006 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.