ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA...

Jæja, nú fer þessu loksins að ljúka!  Nú er ég komin til Stokkhólms og dvel hér á 5 stjörnu ,,mömmu-hóteli" (hjá Beggu systur sko!).  Bara með einkaskrifstofu þar sem ég er búin að dreifa úr öllum mínum bókum, möppum og svo auðvitað heimskortinu ómissandi.  Ég kom með flugi í gærkvöldi og farangurinn samanstóð af stórri tösku með 15 kg af bókum og svo lítilli handtösku með fötum og tannburstaLoL.  Nú sit ég bara og les og pára Í ALGJÖRUM FRIÐI OG RÓ (var eiginlega búin að gleyma að þetta væri til) þar til kallað er ,,matur" eða ,,kaffi" eða ,,labbitúr"!  Já, maður verður líka að passa að sjá heilanum fyrir súrefni í öllum þessu ósköpum.

Lokaprófið er síðan á þriðjudaginn í tvennu lagi, frá 9-12 og 13:30-16:30.  Púff!  Vona bara að allt gangi vel - þetta er jú rosalega mikið efni og mér finnst ég eiga SVOOOOO mikið eftir.  En þetta er allt að koma.

Svo þarf ég að bíða í 8 vikur eftir niðurstöðum!  Þarf að standast 70% en ég hef nú ekki farið undir 84 prósent í verkefnum.  Svo að ef allt gengur að óskum verð ég bráðum orðin Travel Agent (flott - ekki satt).
Þið megið alveg senda mér hlýja straumaWink  Hafið það gott, elskurnar!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 22:53

2 identicon

Hlýkir straumar alveg í bunkum til þín og knúsaðu Bessu og Steinar frá mér.Gangi þér allt vel og tu tu eða á maður ekki frekar að gera það? Þú ert nú svoddann snilli í því sem heitir að læra svo að þú rúllar þessu nú bara upp þarna í Stokkhólmi..... Baráttukveðjur héðan frá DK Svava

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 10:15

3 identicon

Sorry fór eitthvað stafavillt þetta átti að sjálfsögðu að vera Beggu....

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 10:18

4 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku besta Heiða mín. Gangi þér vel, njóttu dvalarinnar á mömmu hótelinu, því að þú átt svo innilega skilið að stjanað sé við þig, því þú ert alltaf að stjana við alla í þinni fjölskyldu. Ég sendi þér alla mína hlýju, jákvæðu, og skóla strauma, ég veit að þetta á allt eftir að flug ganga hjá þér, en mikið verður nú gaman þegar þú verður búin með þetta. Kossar og knús til þín og ykkar allra, og takk fyrir að vera þú, mér líður 100% betur bara eftir að tala við þig um daginn, þú bjargaðir mér alveg Ég veit núna að ég stjórna ekki, og segi sjálfri mér það allaveganna tíu sinnum á dag núna, takk elsku besta Heiða mín 

Bertha Sigmundsdóttir, 11.3.2008 kl. 01:42

5 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Hehe mín systa heitir líka Begga ..... gott að eiga Beggu systir

 Gangi þér rosalega vel í prófinu

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 13.3.2008 kl. 23:49

6 identicon

Vonandi gekk þér vel! Ég sendi þér nörda- og kúristastrauma frá Kaupmannahöfn og vona að þeir hafi virkað, þótt þeir hafi verið sendir svona eftir á :)

Gleðilega páska kæra familía,
Ragnhildur

Ragnhildur (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband