FERMING Í VÆNDUM

Jæja, það er búið að ákveða fermingardag fyrir frumburðinn.  Elsku bestu ættingjar og vinir, takið endilega frá sunnudaginn 29. júlí, það er jú helgin fyrir verslunarmannahelgi.  Fermingin verður í Seljakirkju í Reykjavík.  Þið fáið að sjálfsögðu allar nánari upplýsingar þegar nær dregur en ég vildi bara láta vita áður en fólk fer að planera einhverjar Spánarferðir og þvíumlíkt!

Síðan ætlum við að sjálfsögðu að vera á unglingalandsmóti á Hornafirði um verslunarmannahelgina!  Þá fáum við að sjá hvaða árangri allar sundæfingarnar hennar Rebekku hér í Svíþjóð skila!

Annars var ég á opnu húsi í skólanum hennar Rebekku í morgun.  Skoðaði skólann í krók og kring undir leiðsögn 9. bekkinga og síðan fengum við Diljá okkur að borða með Rebekku í matsalnum.  Meiningin var síðan að kíkja inn í kennslustund eftir matinn, en Diljá stóð og gargaði yfir því að fá ekki meira að borða (gat það nú verið!!) svo að ég fór bara heim til að hún truflaði ekki bekkinn í eðlisfræðitímanum.  (Hún borðaði svo 1 disk af súrmjólk og 2 af jógúrti þegar við komum heim).

Bestu kveðjur úr haustblíðunni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband