JÁ OG SKAMMASTU ÞÍN SVO...

(Ég hef svo gaman af því að hafa fyrirsagnirnar úr einhverjum lögum af því að þá fá sumir þau á heilann og þá hef ég haft áhrif á líf þeirrar manneskju!)

Ég verð að setja hér inn eina litla sögu af Diljá.  Þetta gerðist fyrr í kvöld:

Sesselja fékk ný stígvél í dag.  Þegar kom að háttatíma og ég var að fara að sprauta Sesselju, hljóp Diljá hér um allt í nýju stígvélunum hennar systur sinnar og brókinni einni fata.  Þegar Sesselja gerði athugasemd um það við Diljá sagði sú stutta orðrétt:  ,,Farðu bara að sprauta þig og farðu svo að sofa!"

Já, það er spurning hver er húsbóndinn á heimilinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband