26.10.2006 | 09:06
HAUSTIÐ
Ég var bara að átta mig á því að HAUSTIÐ er raunveruleg ÁRSTÍÐ hér. Hér hrynur laufið ekki af trjánum á einni helgi eins og oft heima. Og það að trén byrja að fella lauf þýðir ekkert að veturinn sé bara rétt handan við hornið.
Nei, haustið er heil árstíð, alveg út af fyrir sig. Það eru nokkrar vikur síðan trén byrjuðu að fella laufið og þau eru enn að. Skógurinn skartar nú gulum, rauðum og brúnum litum í bland við þann græna. Það er pínulítið svalt kvölds og morgna og rignir annað slagið, en annars hefur verið ósköp milt veður og í gær þegar ég var að fara að sækja Diljá á leikskólann, var umsjónarmaðurinn hér að slá grasið í kringum blokkirnar!
En nú er verið að spá stormi á morgun, fyrstu haustlægðinni, og veðurfræðingar segja fólki að undirbúa sig vel. Ég verð að viðurkenna að ég er pínulítið forvitin að sjá hvernig veðrið verður. En svei mér þá ef ég kann bara ekki alveg ágætlega við haustið hér!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.