4.4.2008 | 12:25
THE EAGLES!
Sunnudaginn 30. mars skelltum viđ Óli, Begga og Steinar okkur á tónleika í Globen í Stokkhólmi međ engum öđrum en hljómsveitinni The Eagles. Ţetta er í annađ skiptiđ sem viđ förum í Globen, sáum Eric Clapton ţar sumariđ 2006, auk ţess höfum viđ fariđ á marga tónleika heima á Íslandi en ţessir slógu allt annađ út!
Í endurminningunni hefur lagiđ Hotel California alltaf veriđ til enda var ég víst ekki nema 8 ára ţegar ţađ kom út. Og ţegar The Eagles gáfu út sína fyrstu plötu međ lögum eins og Take it easy og Peaceful easy feeling var undirrituđ 4 ára gömul hnáta, jafngömul og Diljá mín er núna. Manni finnst ţađ ótrúlegt ţegar mađur hlustar á ţessi lög í dag, ţau eru einhvern veginn tímalaus. Ţetta er svo sannarlega klassískt rokk af bestu gerđ!! Viđ Óli höfum talađ um ţađ hvađ ţađ verđi gaman hjá okkar kynslóđ ţegar viđ komum á elliheimiliđ, ţá verđi ekki hlustađ á harmonikkutónlist, bara rokk og ról!
Ég verđ ađ viđurkenna ađ ég velti ţví fyrir mér fyrir tónleikana hversu vel hljómsveitinni myndi takast ađ koma sinni frábćru tónlist til skila. Eitt af ţví sem einkennir lögin ţeirra eru raddsetningarnar og ég hugsađi međ mér hvort ţeir yrđu međ fullt af bakraddasöngvurum, ţar sem ţar sem ţeir eru nú allir orđnir sextugir, kapparnir, og hvort hiđ eina, sanna Eagles-sánd yrđi ósvikiđ.
Ţví er skemmst frá ađ segja ađ ŢEIR VORU ÓSVIKNIR! Sungu allir eins og englar, spilamennskan var í hćsta klassa og hljómgćđin voru ótrúleg. Ţetta var eins og ađ hlusta á plöturnar ţeirra - bara betra! Ţeir toppuđu sjálfa sig og áheyrendur fengu fyrir allan peninginn og meira til!
Ţeir spiluđu öll sín ţekktustu lög og nokkur af nýju plötunni líka, samtals í tćpa 3 klukkutíma. Ţeir höfđu greinilega gaman af ţví sem ţeir voru ađ gera, göntuđust og náđu góđu sambandi viđ áhorfendur. Mađur hefur nefnilega stundum fariđ á tónleika ţar sem manni líđur eins og tónlistarmennirnir séu bara ađ vinna vinnuna sína, séu orđnir ţreyttir á ţessu og ţađ vantar alla sál. Ţađ er ekki skemmtilegt á svoleiđis tónleikum. Ţarna fékk mađur allt beint í ćđ, af hjarta og sál!
Hér má sjá heimasíđu hljómsveitarinnar: http://www.eaglesband.com/
Og hér er sýnishorn af tónleikunum í Globen sem ég fann á YouTube: http://www.youtube.com/watch?v=q3z_DWIfd8o
Athugasemdir
Greinilega góđir tónleikar
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráđ) 4.4.2008 kl. 17:40
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.