29.10.2006 | 09:13
VETRARTÍMI
Jæja, þá er vetrartíminn kominn - í dag breytum við öllum klukkum og græðum heilan klukkutíma. Nú er semsagt bara 1 klst. munur á tímanum hér í Svíþjóð og á Íslandi. Við klikkuðum reyndar aðeins á þessu og keyrðum Rebekku einni klukkustund of snemma á sundæfingu ,,Já, já - alveg týpískt fyrir Heiðu" veit ég að sumir hugsa núna (ég veit sko alveg hverjir það eru
) - en okkur hafði verið sagt að þetta gæti ekki farið framhjá okkur því að það væri stöðugt minnt á þetta í útvarpi og sjónvarpi. (Og hver sagði það - ha?) Jæja, eitthvað klikkaði og ekkert við því að gera. Það er bót í máli að nú er haustfrí hjá stelpunum - enginn skóli í heila viku!!
Sesselja varð aldeilis glöð í morgun þegar hún leit út um gluggann og sá hvíta föl yfir öllu. Nú er bara að sjá hvort hún staldrar eitthvað við.
Það er ekki alltaf auðvelt fyrir Óla greyið að vera eini karmaðurinn á heimilinu. Yngsta dóttirin (og sú stjórnsamasta) var að skammast eitthvað í honum áðan og hann velti því fyrir sér hvort hann ætti ekki rétt á einum sálfræðitíma á viku frá ríkinu - bara fyrir það að búa með öllu þessu kvenfólki!!
Athugasemdir
Hejsan svejsan! Ég bý í Svíþjóð líka... vá! ;)
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.10.2006 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.