ROKKABILLÝ OG BRILLJANTÍN!

Okkur langaði bara að deila aðeins með okkur af því sem Óli og félagar hans í hljómsveitinni eru að gera.  Þeir skruppu í stúdíó um daginn og tóku upp nokkur demó-lög á geisladisk til að geta betur auglýst sig.  Þetta var nú bara einföld live-upptaka hjá þeim, þ.e. þeir tóku upp allt í einu, hljóðfæraleik og söng, en ekki hver í sínu lagi eins og gert er þegar menn gera alvöru plötur, og ekkert var lagað eftir á.  Nú ætla þeir bara að fara að spila á fullu - rokkabillý var það heillin og brilljantín í hárið!Cool

Forsprakki hljómsveitarinnar er löggumanninn John Nilsson, gítarleikari og söngvari og semur hann öll lög og texta sjálfur en þeir þremenningarnir útsetja síðan í sameiningu.  Bassann plokkar hinn geðþekki enskukennari Ingemar Porse og svo er það auðvitað enginn annar605480_thumbs_up_with_clipping_path_thumb%5B5%5D en hann Óli minn sem ber trumburnar af sinni alkunnu snilld!

Þið getið hér hlustað á eitt lag með þeim félögum, samið af John að sjálfsögðu.  Lagið heitir "Thumbs up" og ég gef þeim svo sannarlega...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl verið þið Svíar.  Þetta er alveg drullu gott hjá þeim og eins var virkilega gaman að hlusta á þá á blúshátíðinni hér um daginn. Kv frá okkur öllum á Hrísbrautinni. Frissi

Friðrik Þór Ingvaldsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband