20.4.2008 | 13:44
ROKKABILLÝ OG BRILLJANTÍN!
Okkur langaði bara að deila aðeins með okkur af því sem Óli og félagar hans í hljómsveitinni eru að gera. Þeir skruppu í stúdíó um daginn og tóku upp nokkur demó-lög á geisladisk til að geta betur auglýst sig. Þetta var nú bara einföld live-upptaka hjá þeim, þ.e. þeir tóku upp allt í einu, hljóðfæraleik og söng, en ekki hver í sínu lagi eins og gert er þegar menn gera alvöru plötur, og ekkert var lagað eftir á. Nú ætla þeir bara að fara að spila á fullu - rokkabillý var það heillin og brilljantín í hárið!
Forsprakki hljómsveitarinnar er löggumanninn John Nilsson, gítarleikari og söngvari og semur hann öll lög og texta sjálfur en þeir þremenningarnir útsetja síðan í sameiningu. Bassann plokkar hinn geðþekki enskukennari Ingemar Porse og svo er það auðvitað enginn annar en hann Óli minn sem ber trumburnar af sinni alkunnu snilld!
Þið getið hér hlustað á eitt lag með þeim félögum, samið af John að sjálfsögðu. Lagið heitir "Thumbs up" og ég gef þeim svo sannarlega...
Athugasemdir
Sæl verið þið Svíar. Þetta er alveg drullu gott hjá þeim og eins var virkilega gaman að hlusta á þá á blúshátíðinni hér um daginn. Kv frá okkur öllum á Hrísbrautinni. Frissi
Friðrik Þór Ingvaldsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.