ÞESSI FALLEGI DAGUR...

Gleðilegt sumar!

Hér er búið að vera fallegt veður og steikjandi hiti í sólinni síðustu daga.  Ég labbaði að venju með Diljá á leikskólann í morgun.  Henni finnst ægilega gaman að skoða hina fjölbreyttu blómaflóru sem við sjáum í görðunum við Högstorpvägen á leiðinni.  Diljá var kát að koma á leikskólann og síðan hélt ég leiðar minnar áleiðis niður í miðbæ, í vinnuna.

Á leiðinni pípti í gemsanum mínum.  Gleðitíðindi bárust mér í formi sms.  Mín elsta og besta vinkona eignaðist litla stelpu í nótt! Grin  Ég fékk tár í augun og kökk í hálsinn eins og alltaf yfir svona stórtíðindum.  Velkomin í heiminn, Birna litla sumarbarn! HeartGrinHeart

Í dag fékk ég að njóta góða veðursins í vinnunni þar sem ég stóð fyrir utan ferðaskrifstofuna og dreifði bæklingum, brjóstsykri, kaffi og svaladrykk!  Talaði við skemmtilegt fólk, skrítið fólk, sænskt, útlenskt og íslenskt!  Var alveg svakalega heitt á tánum!

Kom heim og knúsaði unglingsstelpuna sem tók samræmt próf í stærðfræði í morgun - ári á undan áætlun!  Og gekk auðvitað vel eins og venjulega.  Snillingurinn minn GrinHeart  Héldum upp á áfangann með blómum, pizzu og súkkulaðiköku.

Hringdi í hina nýbökuðu mömmu - bestu vinkonu mína, ennþá með smá kökk í hálsinum!  Fer á morgun að kaupa lítinn, sætan kjól!

Já, þetta er búinn að vera fallegur og góður dagur! GrinGrinGrin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Flottur strákurinn þinn!

Gleðilegt sumar og takk fyrir bloggveturinn

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband