5.11.2006 | 12:00
ÁRINU ELDRI
Hann átti afmæli í gær, hann átti afmæli í gær, hann átti afmæli hann Óliiiiiii - hann átti afmæli í gær. Hann var að heiman á afmælisdaginn!
Við fórum til Målilla í gærmorgun og eyddum afmælisdeginum hans Óla þar. Eftir herlega matarveislu hjá Irene og pabba var borin fram þessi líka heljarstóra rjómaterta ásamt góðum gjöfum. Já, maður er nú aldrei svikinn af veitingunum á þeim bænum og eftir mikið át og góða afslöppun og gaman héldum við aftur heim á leið. Óli fór með Sesselju og Rebekku í skautahöllina en við Diljá elduðum kakósúpu. Diljá má ekki heyra glamra í potti eða pönnu - þá er hún komin fram í eldhús að hjálpa mér við eldamennskuna. Í gær lá matreiðslubókin hennar Helgu Sigurðar opin á eldhúsborðinu og þegar Diljá sá hana klappaði hún henni allri og sagði með mikilli tilfinningu: ,,Ég ELSKA þessa bók!!" (Ég held stundum að hún sé með sjötta skilningarvitið því að hún hafði ekki hugmynd um að þetta væri matreiðslubók - og hún hefur aldrei sagt þetta um neina bók áður!).
Nú er haustfríinu að ljúka og skólinn byrjar aftur hjá stelpunum á morgun. Við ætlum að njóta síðasta frídagsins og skreppa eitthvað hér í nágrenninu, kíkja kannski á einn kastala eða svo í fallega haustveðrinu.
Athugasemdir
Ég skrifa ekki í gestabókina... Grattis på födelsedagen... Hipp, Hipp Hurra!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.11.2006 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.