KÓRASLAGURINN!!

 

Kóraslagurinn er á dagskrá stöðvar 4 á laugardagskvöldum hér í Svíþjóð.  Rosalega skemmtilegt prógramm!  Sjö frægir sænskir söngvarar voru fengnir til að vera kórstjórar.  Og þá er ég ekki að tala um klassíska söngvara, heldur Eurovision-fara, Idol stjörnur, poppara og meira að segja einn þungarokkssöngvara.  Þau voru send í sína heimabæi og þar áttu þau að setja saman 20 manna kóra sem síðan há harða keppni um það hver er besti kórinn.  Í kórunum er venjulegt fólk á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum. 

     

Á hverju laugardagskvöldi er síðan símakosning þar sem einn kór fellur úr keppni hverju sinni.  Sá kór sem einna mesta athygli hefur vakið er kór þungarokkssöngvarans Joacims Cans úr hljómsveitinni Hammerfall.  Þau eru bara frábær eins og sjá má hér.  (Hafið þolinmæði, fyrst kemur smákynning á undan laginu).  Eftir að hafa fengið á sig gagnrýni fyrir að syngja bara þungarokkslög skiptu þau um gír og sungu þetta hér úr Carmina Burana, og sýndu og sönnuðu að þau geta sungið annað en bara þungarokk!

Annar kór sem er í toppslagnum er kórinn hennar Lottu.  Lotta söng einu sinni kasólétt í Eurovision þetta lag, en kórinn hennar er mjög skemmtilegur og syngur svona.

Hér er líka kórinn hennar Agnesar og kórinn hans Brolle, sem er eiginlega hinn sænski Elvis, hljómar svona .  Þar hefur píanóleikarinn, Andreas, vakið mikla athygli fyrir undarlega hárgreiðslu.  Alveg merkilegt að strákurinn skuli yfir höfuð sjá út úr augum!  Sjáið hann fara á kostum hér á æfingu!

Þetta er sko eitthvað sem hægt væri að gera heima á Íslandi. Sjá Hvolsvöll, Raufarhöfn, Hornafjörð og Grundarfjörð keppa um besta kórinn! 

Fyrir þá sem vilja fylgjast áfram með kóraslagnum er heimasíða þáttarins hér.  Hér má sjá þá sem eftir eru í toppbaráttunni syngja saman.  Góða skemmtun!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaug Úlfarsdóttir

Já, ég sé þetta líka alveg geta gengið sem gott sjónvarpsefni, sérstaklega eftir að vera búin að upplifa stemminguna sem myndaðist hér á landsmóti kvennakóra um síðustu - nei þarsíðustu helgi. 

heyrumst seinna og hafið það sem best í vorinu.

Guðlaug Úlfarsdóttir, 5.5.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Já, ég frétti að þið hefðuð staðið ykkur með prýði!  Til hamingju með það!  Þið kvennakórskonur getið kannski bara hleypt þessari hugmynd af stokkunum heima!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 5.5.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband