8.11.2006 | 20:06
ER STJÁNI BILAÐUR??!
,,Er Stjáni bilaður?", spurði tæplega þriggja ára gömul dóttir mín í dag. ,,Já", sagði ég ,,hann er bilaður" og átti þá við kamelljónið Kristján Hauksson sem söng sig inn í hjarta þeirrar stuttu í sýningunni ,,Rokk í 50 ár" sem Skemmtifélag Hornafjarðar setti upp. Hún vildi fá að horfa á myndbandsspóluna með sýningunni en sannleikurinn er sá að hún horfði á hana upp til agna fyrir nokkrum mánuðum síðan. Nú sjást ekkert nema truflanir þegar spólunni er stungið í tækið. Diljá er nú samt ekki búin að gleyma henni og spyr annað slagið, bara svona út í bláinn: ,,Er Stjáni bilaður?"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.