BUXNABLOGG

Mér finnst alveg skelfilega leiðinlegt að kaupa á mig föt.  Tek hreinlega út fyrir það.  Skil ekki af hverju þau eru alltaf flottari á plastgínum en sjálfri mérFootinMouth??  Ósanngjarnt.  Verst fannst mér samt alltaf að kaupa buxur.  Skildi 22562178ekki af hverju það væru ekki hannaðar buxur á venjulegar konur.  Konur með fætur sem ná EKKI alla leið upp, mjaðmir eins og afrískar frjósemisgyðjur og skut sem sæmdi konunglegri freygátu!  Útkoman var alltaf allt of síðar skálmar, of þröngt mitti eða pokar yfir lærin.

Þangað til ég uppgötvaði D-númerin.  Hvílík frelsun!  Loksins einhver sem las hugsanir mínar.  Ég birgði mig og dótturina (sem hefur erft vaxtarlag móðurinnar) upp í vetur.  Og þær passa alltaf!!  Eða hafa gert það hingað til...

Ég uppgötvaði nefnilega í dag þegar ég var að ganga frá hreina tauinu að allar D-buxurnar mínar voru hreinar!  Skrítið, ég sem var örugglega í einum þeirra.  Við nánari athugun kom í ljós að ég var í buxum dótturinnar sem notar minni stærð en ég Wink.  Þetta get ég þakkað því að ég hjóla alltaf til og frá vinnu þessa dagana!Grin  Nú þarf ég að fara og birgja mig aftur upp af D-buxum, einu númeri minni takk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dugnaður í þér að hjóla svona.  Gaman að verða stæltari og grennri fyrir sumarið.  Til hamingju með það.

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Frábært... Til hamingju með að vera númeri minni... Þú varst nú svo flott síðasta sumar, ég get bara ekki ímyndað mér þig flottari Ég er einmitt sjálf byrjuð í átaki, þó svo að ég er að svindla smá þessa vikuna (fæ mér smá ís) af því að þetta er ein af þeim vikum...

Haltu áfram þessum dugnaði, ég fer sjálf að blogga um mitt átak, því þá verð ég að standa mig!!! Má ekki vera löt ef ég fer að skrifa um átak mitt, þá verð ég að taka á því Kossar og knús til ykkar allra D buxna kvenna... ég veit ekki einu sinni hvað D buxur eru????? Tvíburarnir biðja líka að heilsa Rebekku, þeim fannst svona gaman að tala við hana, ég þurfti að draga þær úr tölvunni

Bertha Sigmundsdóttir, 29.5.2008 kl. 02:57

3 identicon

Hvað eru D buxur?Gaman að þurfa minni stærð í dag en fyrir jól hahahahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 10:56

4 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Nákvæmlega .... hvað eru D buxur? Annars er alltaf svo skelfing gaman að skreppa saman um eitt númer, Til lukku með það

Svo er alltaf best að byrja á pöbbnum og fara svo að versla fötin ... þá verður maður svo mikil skutla í þessu öllu

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 29.5.2008 kl. 20:34

5 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Buxur í D-númerum eru sniðnar fyrir svona venjulegar konur eins og mig og reiknað með meðallöngum (eða stuttum?) leggjum og kvenlegum línum (læri, rass og mjöðmum).  Hér í Svíþjóð fást þær t.d. í Kapp-Ahl, Lindex og gott ef ekki í H&M.  Ég er semsagt búin að skreppa saman úr stærð D20 í D19 (sem jafngilda u.þ.b. stærðum 42 og 40).

Heyrðu Hulda, alveg snilldarlausn hjá þér þetta með fatakaupin!  Man þetta næst

Aðalheiður Haraldsdóttir, 29.5.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband