ÉG ER KOMIN MEÐ VINNU!!!!!

Sem ég stóð fyrir utan ferðaskrifstofuna Resia strax eftir lokun á fimmtudaginn og var að fara að leggja af stað heim, hringdi Christer á ferðaskrifstofunni Big Travel í gemsann minn.  Ég hafði verið í starfsviðtali hjá honum viku áður og hann vildi bara láta mig vita að ég hefði verið valin í djobbið og byrja að vinna í næstu viku! GrinGrinGrin

Ykkur finnst þetta kannski ekki vera stórtíðindi en nú skal ég útskýra málið fyrir ykkur:  Þann 21. júní n.k. eru liðin nákvæmlega 2 ár síðan ég flutti til Svíþjóðar og varð atvinnulaus.  Ég hafði ekki hugmynd um að það væri jafn erfitt að fá vinnu hér eins og raun ber vitni.  Ég hef ekki lengur tölu á því hversu mörg störf ég hef sótt um:  afgreiðslustörf af ýmsum toga, lagerstörf, ræstingastörf, bókhaldsstörf, bankastörf, skrifstofustörf, útkeyrslustörf, ég hef sótt um við að lesa af rafmagnsmælum og nú síðast sem stöðumælavörður en ekkert gerðist og það að vera íslenskufræðingur hjálpaði ekkert upp á.  Næst á dagskrá var að sækja um sem jarðarberjasölukona!

Í október sl. fann ég fyrir algjöra tilviljun á netinu upplýsingar um fjarnám í ferðaskrifstofufræðum, ca. 6 mánaða alþjóðlegt nám sem gerð er krafa um á öllum ferðaskrifstofum í dag en fæstir hafa.  Það stóð líka að 70% þeirra sem lykju námi væru komnir með starf áður en þeir lykju sinni 10 vikna starfsþjálfun.  Ég sló til og með stuðningi og dugnaði Óla míns og stelpnanna minna kláraði ég dæmið og nú, þegar vika er eftir af starfsþjálfuninni, er ég komin með vinnu!

Ég hef aldrei verið glaðari yfir því að fá vinnu því að nú hef ég reynt á eigin skinni að það er ekki sjálfsagður hlutur!  Ég ætla ekki að fara út í það hvaða áhrif langtímaatvinnuleysi hefur á mann en biðja ykkur að muna að vera þakklát fyrir að hafa vinnu að fara til! Grin

Nýja vinnan mín er í miðbænum, beint á móti stórtorginu, rétt hjá þar sem ég var í starfsþjálfun svo að ég held bara áfram að hjóla!

Weekendresor & Weekendpaket Europa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilegar hamingjuóskir og gangi þér og ykkur vel í öllu sem að þið takið ykkur fyrir hendur. 'eg er líka búin að fá fasta stöðu þegar að ég er búin með námið mitt svo að það er frábært að vera öruggur. Þetta er eins og að vera með gott dömubindi....Öryggistilfinningin er alger..... Bestu keðjur héðan frá DK Svava

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 15:58

2 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Til lukku skvísa

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 7.6.2008 kl. 09:40

3 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku besta Heida min... Hjartanlegar hamingjuoskir med nyja jobbid, eg vissi thetta sko alveg, thu ert soddan dugleg kona og jakvaed, thu att thetta svo vel skilid. Eg veit ad thad verdur mikill lettir hja ther og Ola ad hafa aukapening, tha er bara ad byrja ad safna (eg verd ad vera sma sjalfselsk) fyrir naesta sumar... Til hamingju aftur, og gangi ther vel, thad er svo gott ad vita ad hlutirnir eru ad ganga vel hja ykkur, vid soknum ykkar.

Bertha Sigmundsdóttir, 11.6.2008 kl. 01:00

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband