V.I.P. (Very important person)

Í dag var komið að Sesselju að vera V.I.P. (á íslensku m.m.m. - mjög mikilvæg manneskja) í bekknum sínum þessa vikuna.  Hún mátti koma með 1-3 hluti að heiman og segja frá þeim og hlutirnir eiga síðan að fá að vera í skólanum alla vikuna.

Hún ákvað að fara með:

1)  Blokkflautuna sína sem hún lærði á í 2. bekk í Nesjaskóla og spilar stöðugt á.

2)  Keramik sæhestinn sinn sem hún málaði í Keramik fyrir alla þegar hún var 5 eða 6 ára.

3)  Jólasveinastyttuna af honum Stúfi, uppáhaldsjólasveininum sínum.

Það er skemmst frá því að segja að stelpan sló i gegn Cool og var beðin um að taka lagið, Whistling sem og hún gerði.  Hún spilaði Góða mamma og bekkjarsystkin hennar áttu ekki orð yfir það hvað hún væri flink.  Hún var meira að segja beðin um að spila tvö lög á morgun og þá ætlar hún með nótnabók með sér.  Síðan sagði hún frá því að á Íslandi eru 13 jólasveinar sem gefa börnunum í skóinn fyrir jólin.  Sænsku krökkunum þótti afar skrítið að setja skó út í glugga!

Við óskum Sesselju góðs gengis á tónleikunum á morgun! GrinGrinGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki spyr maður að henni Sesselju.  Slær í  gegn hvar sem er.  Knús til ykkar allra úr snjónum í Reykjavík (sem er reyndar að byrja að hverfa aftur)

Unnur.

Unnur (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband