11.7.2008 | 19:19
ABBA-SAFNIÐ
Bara láta ykkur vita hvað stendur til. ÉG ætla sko að vera í Stokkhólmi þessa helgi, það er alveg á hreinu, og vil bara fá að vita hverjir ætla að koma með mér . Ég er nú þegar búin að segja henni Berthu að hún megi alls ekki gifta sig þessa helgi og Jónína, þú mætir alveg pottþétt, er það ekki? Ég tek sko ekki annað í mál. Og við sýnum dansinn sem við sömdum þarna um árið - var það ekki "Dancing Queen"? Þetta verður nefnilega gagnvirkt safn á 6500 fermetrum og fjórum hæðum. Þarna getum við m.a. séð búningana þeirra, fengið að syngja inn ABBA-lög í stúdíói, gera ABBA-myndbönd (við Jónína systir í gamla fílingnum- ekki spurning ), hlusta á lifandi tónlist og hitta fólkið sem starfaði með ABBA. Kíkið á www.abbamuseum.com
Sjáumst 4. júní 2009!
Athugasemdir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.