13.7.2008 | 11:47
SKÓGARFERÐ
Við ákváðum í morgun að fara út í skóg og tína bláber. Stelpurnar eru búnar að fara með leikskólanum og skólagæslunni svo að þær vissu hvert ætti að fara. Og það þurfti ekki að leita langt yfir skammt! Bara svona 100 metra frá blokkinni okkar, í skóginum hérna á bak við, fundum við fullt af bláberjum. Og nú erum við að fara að gæða okkur á gómsætum bláberjamuffins og kannski maður búi svo bara til bláberjapæ úr restinni!
BLÁBERJAMUFFINS:
Bræðið 50 g af smjörlíki og látið kólna. Þeytið saman 1,5 dl sykur og 2 egg. Bætið 2,5 dl hveiti og 2 tsk lyftidufti varlega saman við. Hrærið síðan bráðnu smjörlíkinu saman við ásamt 0,5 dl af mjólk. Setjið í muffinsform (15-20 stk) og síðan er 1 dl af bláberjum settur ofan á. Bakið við 225°C í 10 mínútur.
BLÁBERJAPÆ:
Smyrjið eldfast form. Dreifið fyllingunni yfir botninn og stráið sykri yfir.
Fylling: 2-3 epli í þunnum sneiðum EÐA 150-200 g rabarbari í litlum bitum EÐA 150-200 g ber (bláber, jarðarber, hindber).
Deig: Setjið 1 1/4 dl hveiti, 2 tsk sykur og 50 g smjörlíki í skál og blandið því létt saman með fingrunum. Stráið deiginu yfir fyllinguna og bakið í miðjum ofni við 225°C þar til fyllingin er mjúk og deigið ljósbrúnt.
Berið fram með ís, rjóma eða vanillusósu.
Bon appetit!!
Athugasemdir
ummmmmmmmmmmmm
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 11:59
Takk fyrir uppskrift.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2008 kl. 12:01
oooo tetta er girnilegt. Ég verd ad prufa uppskriftirnar....... tó ég kunni ekki ad elda tá get ég bakad
Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 20.7.2008 kl. 10:17
mmmmmm
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.