24.7.2008 | 19:51
AÐ GLEÐJA AÐRA
Það er alltaf gott að gleðja aðra. Séffinn minn hlær stundum að mér þessa dagana. Sænskuskilningur minn er nefnilega ekki alltaf fullkominn og stundum kemur upp skemmtilegur misskilningur.
Eins og í gær þegar Peter frá Skáni hringdi. Skánska er alveg hræðileg mállýska og óskiljanleg fyrir þá sem ekki þekkja til. Það er meira að segja til skánsk-sænsk orðabók. Mér tekst nú alveg bærilega að skilja skánskuna í dag - svona oftast.
Hann Peter bað mig nefnilega fyrir skilaboð til yfirmannsins. "Segðu honum að bóka fyrir mig miðann til &%$#&%$#. "Förlåt??", sagði ég. "Miðann til &%$#&%$#", endurtók hann. "Aha", sagði ég og þóttist alveg skilja. Hafði heyrt nafnið áður og var alveg viss um að það væri einhvers staðar í Afríku. Svo ég skrifaði skilaboð til yfirmannsins. "Peter biður þig um að bóka fyrir sig miðann til Kinshasa."
Stuttu seinna kom séffinn hann Christer skellihlæjandi til mín. "Talaði Pétur mikla skánsku?", spurði hann. "Vantaði kannski mikið af r-um?" "Ha?", sagði ég og skildi ekkert um hvað maðurinn var að tala. "Nei, hann ætlaði nefnilega að fá flugmiða til KRISTIANSTAD í Svíþjóð!"
Hugsið ykkur bara hvað það var gott að það var ekki ég sem bókaði miðann!
Hér getið þið heyrt sýnishorn af skánsku: http://swedia.ling.gu.se/Gotaland/Skane/Ossjo/om.html
Athugasemdir
Hahaha það hefði nú verið þokkalegt ef þú hefðir sent kauða inní svörtustu afríku
Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 24.7.2008 kl. 23:15
Þekki vandamálið hehe, en allt lærist með tímanum líka skilningur á þessari undarlegu málýsku.
Ha det bra
Nämnden
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2008 kl. 11:17
Úbbs
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.