9.8.2008 | 18:14
ÁSTARÞAKKIR FYRIR GLAÐNINGINN!
Elsku Dóra, Ragga, Birna, Búddi, Jónína og Inda - makar og börn - ÁSTARÞAKKIR fyrir þessa veglegu afmælisgjöf!
Nú á ég eftir að fara í bæinn og láta ýmsa drauma rætast!
Kortið frá henni Birnu er auðvitað algjört listaverk, eins og allt sem hún gerir. Ég ætla sko að ramma það inn og hengja upp á vegg hjá mynd af ykkur systkinum mínum! Þið eruð best!
Og mikið sé ég hana Röggu systur í anda að skemmta sér við að pakka harðfiski, Royal búðingi og nammi inn í ótal marga pakka. Diljá var voða dugleg að hjálpa mömmu sinni að opna þá alla!
Ástar- og saknaðarkveðjur til ykkar allra! Vonandi komið þið ÖLL í heimsókn næsta sumar!
Athugasemdir
Dett hér inn öðru hverju. Gaman að fylgjast með Hornfirðingum í útlöndum. Er sjálf í Noregi.
Helga Dís (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 07:44
Birna er alveg einstakur snillingur, og til hamingju með afmælið. Birnu vinkona
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 21:26
Hó hó og til hamingju með afmælið. Og góða skemmtun með gestunum sem að eru væntanlegir. Það er alltaf gott að fá gesti. Hafið það gott og bestu kveðjur héðan frá DK Svava
Svava Bjarna (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:38
Takk fyrir kveðjurnar - ágætu konur! Gaman að sjá hverjir kíkja við á síðunni okkar!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 12.8.2008 kl. 20:34
Elsku besta Heida min, thad er alltaf gaman ad fa gladning ad heiman, nuna skilur thu eflaust miklu betur af hverju eg keypti bland i poka fyrir 1000 kronur 1995 adur en eg for aftur til USA, manstu hvad thu hlost mikid af mer.... Vinkona min er heima nuna, og er eg a leidinni ad senda henni tolvupost til thess ad fa hana til thess ad versla sma handa mer... pylsur, skrufur, nammi, sukkuladi, hun maetti helst koma bara med allt ad heiman, en thvi midur er thad ekki haegt. Elsku besta vinkona, eg sakna ykkar rosa mikid, buid ad vera erfid helgi og vika hja mer, kiktu a bloggid hja mer, tha skilurdu betur. Hugsa avallt hlytt til ykkar, og nuna a fostudaginn a hun Sesselja min afmaeli, verdur hun ekki 10 ara? Kossar og knus til ykkar allra, bestu kvedjur avallt...
Bertha Sigmundsdóttir, 13.8.2008 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.