4.11.2008 | 07:56
HANN Á AFMÆLI Í DAG!!
Jæja, þá er hann Óli minn búinn að ná mér - fertugur í dag! Mér sýnist hann aldrei hafa verið sprækari. Hann er t.d. að bæta einni hljómsveitinni enn í safnið og ef mér telst rétt til eru þær þá orðnar 5 talsins (hann er í Street Cowboys, mánudagsbandinu sem ég veit ekki hvað heitir, Byson Brothers, einni hljómsveit enn sem ég veit ekki hvað heitir og svo þessari nýju sem enn hefur ekki verið gefið nafn).
Við Diljá erum hér heima, hún er búin að vera lasin, fyrst með slæmt kvef og nú er hún með vírussýkingu svo að hún er með blöðrur í munninum og ægilega aum. Hér kalla menn þetta haustblöðrur en þetta kallast gin- og klaufaveiki hjá dýrum.
Kannski við bökum afmælisköku í dag! Höfum svo smákaffi fyrir fjölskylduna um helgina en að öðru leyti gerum við ekkert stórt úr þessu. Kannski bara næst þegar við komum til Íslands!
Knús á línuna
Athugasemdir
Til hamingju með daginn Óli. Ég er alltaf til í kökunar þínar Heiða og veit það fyrir víst að hann Heiðar gæfi mikið fyrir sænska brauðtertu. Þetta verður bara að bíða betri tíma við hringjum dyrabjöllunni einn daginn hjá ykkur. Njótið dagsins.
Kveðja frá Fákaleiru 8c
Ragna (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:11
Sæll elsku kallinn og til hamingju með daginn. Það er annars merkilegt hvernig allar þessa sænsku hljómsveitir gátu mögulega orðið til áður en þú fluttir út, eins og t.d. ABBA og svona - skil þetta bara ekki
Heiðar (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:51
Til hamingju með daginn Óli og þið öll hin til hamingju með húsbóndann á heimilinu.....
Elín Helgadóttir, 4.11.2008 kl. 10:17
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 10:49
Til hamingju með Óla, þetta er frábær aldur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2008 kl. 11:44
Bestu kveðjur til Óla. Ég næ honum um helgina og hlakka mikið til. Hefur verið sagt að um fertugt byrji lífið almennilega.
Við höldum bara saman upp á fertugsafmælin okkar næst þegar við hittumst öll þrjú.
Kveðjur frá okkur í Bogahlíðinni. Unnur.
Unnur og co. (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 13:00
Til hamingju með aldurinn Óli!
Lífið er rétt að hefjast hjá okkur ... er það ekki?
Kv. frá Egilsstöðum
Álfheiður Ing. (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 19:59
Elsku besti Oli minn, hjartanlegar hamingjuoskir med daginn, thu litur ekki deginum eldri en 30, thad er sko satt... Eg hringdi of seint i thig, vakti Heidu mina, fyrirgefdu aftur Heida min, en thu ert svo vinsaell Oli minn ad her i Bandarikjunum heldu margar milljonir uppa afmaelid thitt, og kusu fyrsta svarta forsetann sinn i allri sogu Bandarikjanna, thannig ad thinn dagur er rosalega mikilvaegur, baedi heima hja ther og i ollum Bandarikjunum, hahahaha....
Eg aetla ad hringja i thig a morgun, vinur, og tha getum vid spjallad saman um hvernig thad er ad vera ordinn fertugur!!!! Eg vona ad Dilja lidi betur, og kysstu nu allar stelpurnar minar fra okkur. Til hamingju aftur kaeri fraendi, og vid heyrumst a morgun.... Kossar og knus, Bertha og fjolskylda
Bertha Sigmundsdóttir, 5.11.2008 kl. 06:35
Til lukku. ...... Allt er fertugum fært
Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 8.11.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.