SNILLINGAR

Ég átti að byrja á því að skila þakklæti frá Óla fyrir allar afmæliskveðjurnar.  Við tökum svo bara almennilega 2 x 40 ára afmælisveislu næst þegar við komum heim (vonandi á næsta ári) - með sænskri brauðtertu og alles!  Wink

Í öðru lagi viljum við senda hamingjuóskir til krakkanna í Hafnarskóla heima á Hornó, og þjálfarans þeirra, sem gerðu sér lítið fyrir og unnu Legó-keppnina í Íslandi, annað árið í röð!! Grin  Aldrei að vita nema við kíkjum á þau þegar þau keppa í Danmörku!

Annars er allt gott að frétta héðan.  Það kom smá kuldakast í svona 3-4 daga í síðustu viku og í dag var rok og rigning í a.m.k. hálftíma.  Þetta fannst Svíum vera voðalega mikið vont veður og margir drifu í að kaupa ferðir til Kanarí og Tælands!  Að öðru leyti hefur verið hlýtt og milt haustveður og ég hef sparað bæði bensín, bílastæðisgjöld og strætópening og labbað öðru hverju í vinnuna á morgnana.  Afskaplega hressandi.

Unglingurinn minn rétti mér einhverja pappíra þegar ég kom heim í kvöld.  Könnun í náttúrufræðum.  Þar stóð að enginn hefði nokkurn tímann fengið allt rétt og ef maður næði 50% réttum væri maður góður.  Hún náði því!  Svo fór ég nú að spyrja hana hvað þetta væri eiginlega.  Jú, keppni sem hún tók þátt í í skólanum og var hæst yfir skólann sinn!  Snillingurinn minn!! Grin  Og þá spurði ég hana hvað það þýddi eiginlega.  "Ja, þá fer ég áfram".  Maður þarf sko að draga allt svona upp úr henni með stórvirkum vinnuvélum!  Hún fer sem sagt áfram í landskeppni, ásamt tveimur öðrum úr sínum skóla og síðan er "eitthvað á Spáni, einhvern tímann", eins og hún sagði.   Það kemur væntanlega í ljós síðar.  Wizard

Sesselja kom líka voðalega glöð heim úr FAME í síðustu viku (söngleikjanámskeiðið sem hún er á).  Hún á nefnilega að fá að syngja heilt lag ein á næstu sýningu sem verður í febrúar og hún æfir sig öllum stundum.  Síðan ákváðu hún og Diljá í gær að fara að gerast lagahöfundar.  Diljá er alveg eins og Sesselja var á hennar aldri, syngur heilu breiðskífurnar upp úr sér og þessa dagana eru það frumsamin jólalög!  Snillingarnir mínir!! Whistling

Ég læt fylgja með lítið myndband að gamni.  Þessi stelpa heitir Vendela og er í FAME með Sesselju.  Hún tók þátt í Eurovisionkeppni barna í fyrra, þá 10 ára, og varð í öðru sæti hér í Svíþjóð með frumsamda lagið sitt.  Þegar krakkarnir í FAME sungu í kirkjunni fyrir nokkrum vikum síðan söng hún svo fallega að maður fór næstum því að gráta!  Hún á örugglega framtíðina fyrir sér í tónlistinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Helgadóttir

Æðislegt....   frábærir snillingar þessir ormar þínir.

Elín Helgadóttir, 11.11.2008 kl. 09:45

2 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Audvitad eru fraenkur minar bestar, eg vissi thad nu alltaf, til hamingju med alla arangana, ekkert sma flott mal... Saet stelpa, aetli vid sjaum ekki bara Sesselju naest, er hun ekki bara framtidar Eurovision songkona???? Thad held eg nu, kysstu thaer allar fra mer, og til hamingju Rebekka min, thu ert alltaf svo dugleg!!!! Bertha fraenka i Ameriku...

Bertha Sigmundsdóttir, 12.11.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband