SCHOOL OF ROCK!

schoolofrock-logo

Þessa vikuna hefur verið vetrarfrí í skólunum hér.  En það er ekki þar með sagt að Rebekka og Sesselja hafi bara hangið heima í leti - nei, þær skráðu sig í Rokkskóla!

Það var boðið upp á námskeið fyrir krakka á aldrinum 10-15 ára þar sem þau fengu að spila í hljómsveit.  Það voru bæði stráka- og stelpuhópar og var æft af kappi í Musikhuset frá 9-15, mánudag til fimmtudag.  Krakkarnir fengu að velja hvort þau vildu spila á gítar, bassa, trommur eða hljómborð, nú eða syngja, og stofnaðar voru hvorki meira né minna en 8 hljómsveitir, þar af 3 stelpuhljómsveitir.  Hver hljómsveit hafði síðan sinn eigin leiðbeinanda allan tímann.

Rebekka og Sesselja völdu báðar að spila á trommur - já, þær eru svo sannarlega dætur hans föður síns!  Þeim fannst þetta báðum alveg rosalega gaman.   Á miðvikudeginum var svo myndataka, menn voru sminkaðir og klæddu sig í rokkgallann og henni Sesselju fannst það sko ekki leiðinlegt!  Við eigum svo eftir að fá að sjá afrakstur myndatökunnar en það verða gerð bæði plaköt, nælur og myndir (sem hægt verður að árita - hehe).

Í gær var svo komið að því að uppskera árangur erfiðisins en þá voru haldnir rokktónleikar í Musikhuset þar sem allar hljómsveitirnar stigu á stokk, með hljóðmann og ljós, alveg eins og alvöru rokkstjörnur.  Og þetta var alveg frábært!

 Hljómsveitin hennar Sesselju, The MINS, lék lagið Complicated með Avril Lavigne.  Hér er upprunalega útgáfan http://www.youtube.com/watch?v=NGXYAJoDWCk, en myndbandið sem ég tók af Sesselju mistókst og við erum að reyna að fá myndband hjá öðrum foreldrum sem við setjum þá inn.  Hjómsveitina skipuðu 2 gítarleikarar, bassaleikari og svo Sesselja, allar á aldrinum 10-12 ára.  Það var rétt svo að sæist í rokkhattinn hennar Sesselju upp fyrir trommusettið og þarna sat hún - litla stelpan mín - og ekki aðeins spilaði hún á trommur í laginu heldur söng hún það líka og fipaðist hvergi, hvorki í trommuleik, taktfestu, söng, texta eða tónum!  Hún var alveg ótrúleg!! W00t  Og hélt fullum dampi allan tímann.  Í síðasta viðlaginu stökk hún síðan fram á sviðið, söng og klappaði og fékk allan salinn til að klappa með - og í lokin henti hún hattinum sínum út í sal!!!  Við Óli vitum að hún er hæfileikarík en við verðum samt sem áður gáttuð í hvert skipti sem við sjáum hana á sviði, hún kemur okkur endalaust á óvart.

 Hljómsveitin hennar Rebekku hét FOE og var líka skipuð 4 stelpum á aldrinum 13-15 ára.  Rebekka minnti ekki lítið á pabba sinn þar sem hún sat bak við trommusettið og leyfði rauða makkanum að flæða frjálsum að rokkara sið.  Það var öfundast við hana yfir því að hún væri með Robert Plant hár Cool.  Ég vissi að þær ættu að spila Highway to hell,sem er þetta þungarokkslag: http://www.youtube.com/results?search_type=&search_query=highway+to+hell&aq=f   Ég var ekki alveg búin að sjá hljóðu og hæglátu stelpuna mína fyrir mér í því hlutverki.  En hún var ekki síður frábær, spilaði af miklum krafti og fipaðist hvergi, taktföst eins og pabbi sinn og stóð sig bara alveg frábærlega og reyndar allar stelpurnar, gáfu strákunum sko ekkert eftir!!!

Síðan gerðu þær stöllur í FOE sér lítið fyrir og skiptu um hljóðfæri í næsta lagi, Rebekka greip rafmagnsgítarinn, gítarleikarinn tók bassann og bassaleikarinn settist við trommusettið.  Og þannig léku þær annað lag og Rebekka stóð sig ekki síður vel á gítarinn, enda alltaf að æfa sig á hann heima.  Við eigum eftir að setja inn myndband af þessu síðar (ef unglingurinn leyfir).

Nú vilja þær systur auðvitað halda áfram að spila í hljómsveit og Filippa sem sá um hópinn hennar Sesselju, er tilbúin að halda áfram með Sesslju hóp í 1 klukkutíma á viku, gegn greiðslu auðvitað.  Henni fannst Sesselja alveg ótrúleg og sagði að hún ætti eftir að verða stórstjarna einhvern daginn.

Ég sagði við Rebekku að hún ætti bara að gera eins og pabbi sinn þegar hann hefur vantað hljómsveit að spila í - hann stofnar þær bara!  Svo hann ætlar að hjálpa henni að auglýsa eftir fleiri hljómsveitarmeðlimum.  Hvort hún ætlar að spila á trommur eða gítar á síðan eftir að koma í ljós en hún vill helst spila á sem flest hljóðfæri.

Eftir tónleikana héldum við upp á frumraun rokkstelpnanna okkar með því að bjóa þeim út að borða.  Þær áttu það svo sannarlega skilið og það voru þreyttar og hamingjusamar stelpur sem duttu út af þegar heim var komið.  Ætli þetta sé ekki bara byrjunin.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dásamleg frásögn.  Þessar stelpur eru auðvitað bara frábærar og hafa sko ekki langt að sækja hæfileikana.  Æðislegt líka myndbrotið af Sesselju að syngja á Facebook.  Sú er ekki feimin. 

 Bestu kveðjur frá okkur öllum í Bogahlíðinni.

 Unnur og co.

Unnur (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 21:44

2 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Rokkskóli, það er frábært. Ég vildi að ég hefði komist í eitthvað svona á þessum aldri. Ég hefði þó ekki sungið og spilað á trommur, ekki séns. Það er alveg magnað. Það er svo gaman þegar börnin eru að brillera svona

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 4.3.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband