SNÄLLA, SNÄLLA, SNÄLLA...

Sem gæti útlagst:  Elsku besti, gerðu það.

Á laugardaginn kjósa Svíar framlag sitt til Eurovision í ár og hefur verið mikið húllumhæ síðustu 4 laugardaga í undankeppnum.  Eins og venjulega er þetta mest allt sálarlaust iðnaðarpopp, en tvö lög skera sig úr.  Tregafulli blúsinn Snälla, snälla, snälla  með Carolina av Ugglas, sem hún syngur algjörlega beint frá hjartanu.  Þetta er mitt uppáhaldslag í keppninni!

 

Hér er hitt lagið sem sker sig úr, reyndar má kannski flokka þetta undir iðnaðarpopp en mezzosópransöngkonan Malena Ernman ljær því sérstakan blæ.   Bara nokkuð "kúl"  Og raddsvið þessarar miðaldra óperusöngkonu er alveg með ólíkindum - bíðið bara eftir lokatóninum!

Ef ég þekki Svíana rétt verður það hins vegar eitthvað í þessum dúr sem sigrar keppnina, Idolstjarna, gull og glamor!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Vá. Mér finnst hún Malena Ernman bera af. Það lag er geggjað.  Ég vona að Idol gyðjan verði heima í þetta skiptið og Svíarnir sendi miðaldra óperusöngkonu. Hún er ótrúlega flott.

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 13.3.2009 kl. 21:56

2 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Hulda, þú ert sko manneskja með alvöru tónlistarsmekk   Þú skoraðir mörg, mörg prik hjá mér núna!!  Ég skal tilkynna úrslitin hér á blogginu eftir kvöldið í kvöld!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 14.3.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband