LAUFABRAUÐ OG LÚSÍA - KOMNAR MYNDIR

Jæja, það er alltaf í nógu að snúast hér í Svíþjóð.  Á fimmtudagskvöldinu kom María til okkar og kenndi mér að baka Lúsíubollur, Lúsíubollubakstursem eru ómissandi á Lúsíudeginum 13. desember.  Þetta eru gerbollur, afar sérstakar á bragðið enda kryddaðar með saffrani, dýrasta kryddi í heimi, kílóið kostar litlar 260 þúsund íslenskar krónur en í eina uppskrift af bollum er bara notað eitt og hálft gramm!  Hér fyrir neðan er krækja sem veitir ykkur nánari upplýsingar og þar má finna uppskrift að hinum dýrmætu bollum. 

http://jol.ismennt.is/lusia/lusialjod.htm

Á laugardeginum vöknuðum við svo eldsnemma því að það var jólasamvera hjá skátafélaginu hennar Sesselju og hún byrjaði kl. 8 um morguninn!  Já, já, hér taka menn daginn snemma og eru ekkert að bylta sér í bólinu fram eftir öllu!  Það var drukkið kaffi og djús, borðaðar kökur, sungið, hlustað á jólasögu og skátunum afhent merki, sem þarf síðan að sauma á skátaskyrtuna eftir kúnstarinnar reglum.  Að lokum var síðan happdrætti sem var alveg ótrúlega spennandi!  Allir krakkarnir við borðið okkar fengu vinning og sumir jafnvel tvo og þrjá.  Sesselja fékk næstsíðasta vinninginn, perlur til að föndra úr.

Mmmm, girnilegt!Eftir hádegið komu pabbi, Irene og María svo og við skelltum okkur í að baka laufabrauð!  Irene kenndi okkur kúnstina sem hún lærði á Vestfjörðum á sínum tíma.  Við bökuðum og bökuðum, heilu staflana,  og ég verð að segja að laufabrauðið hér í Växjö gefur "Kristjáni" ekkert eftir.  Mikið hlakka ég til að borða það á jólunum!

Annar sunnudagur í aðventu var líka tekinn snemma.  Það var Lúsíuguðsþjónusta í kirkjunni kl. 10 og Sesselja átti að syngja í kórnum.  Það var búið að kaupa Lúsíukyrtil og fá lánaðaPICT3527 Lúsíukórónu hjá kórstjóranum.  Þetta var mjög hátíðlegt og skemmtilegt.  Við upphaf messunnar voru ljósin deyfð og barnakórarnir gengu inn, flestar stelpurnar með ljósakórónu á höfðinu, og sungu lagið Sankta Lúsía.  Kórarnir sungu síðan nokkur fleiri lög, síðan var hefðbundin messa og að lokum sungu krakkarnir aftur og gengu að lokum út syngjandi Lúsíulagið.  Eftir messuna var síðan að sjálfsögðu boðið upp á Lúsíukaffi - Lúsíubollur og piparkökur.  Hér má lesa meira um Lúsíuhátíðina og uppruna hennar.

http://www.jolahusid.com/isl/lusia.htm

Eftir messuna fór Óli heim með stelpurnar en ég fór með pabba, Irene og Maríu (sem voru auðvitað í messunni) á jólamarkað á herragarði hér rétt utan við bæinn.  Herragarðurinn er í eigu greifa nokkurs og greifynju sem María hefur annan hestinn sinn hjá.  Þarna var mikið af fallegu handverki og ýmislegt sem gott var að smakka, t.d. glögg, ostar, sultur, hunang, sinnep, pylsur o.fl.  Það sem eftir lifði dags var svo bara slappað af, enda viðburðarík helgi að baki og ný vika framundan!

http://www.jolahusid.com/isl/lusia.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband