11.12.2006 | 01:17
LAUFABRAUÐ OG LÚSÍA - KOMNAR MYNDIR

http://jol.ismennt.is/lusia/lusialjod.htm
Á laugardeginum vöknuðum við svo eldsnemma því að það var jólasamvera hjá skátafélaginu hennar Sesselju og hún byrjaði kl. 8 um morguninn! Já, já, hér taka menn daginn snemma og eru ekkert að bylta sér í bólinu fram eftir öllu! Það var drukkið kaffi og djús, borðaðar kökur, sungið, hlustað á jólasögu og skátunum afhent merki, sem þarf síðan að sauma á skátaskyrtuna eftir kúnstarinnar reglum. Að lokum var síðan happdrætti sem var alveg ótrúlega spennandi! Allir krakkarnir við borðið okkar fengu vinning og sumir jafnvel tvo og þrjá. Sesselja fékk næstsíðasta vinninginn, perlur til að föndra úr.
Eftir hádegið komu pabbi, Irene og María svo og við skelltum okkur í að baka laufabrauð! Irene kenndi okkur kúnstina sem hún lærði á Vestfjörðum á sínum tíma. Við bökuðum og bökuðum, heilu staflana, og ég verð að segja að laufabrauðið hér í Växjö gefur "Kristjáni" ekkert eftir. Mikið hlakka ég til að borða það á jólunum!

http://www.jolahusid.com/isl/lusia.htm
Eftir messuna fór Óli heim með stelpurnar en ég fór með pabba, Irene og Maríu (sem voru auðvitað í messunni) á jólamarkað á herragarði hér rétt utan við bæinn. Herragarðurinn er í eigu greifa nokkurs og greifynju sem María hefur annan hestinn sinn hjá. Þarna var mikið af fallegu handverki og ýmislegt sem gott var að smakka, t.d. glögg, ostar, sultur, hunang, sinnep, pylsur o.fl. Það sem eftir lifði dags var svo bara slappað af, enda viðburðarík helgi að baki og ný vika framundan!
http://www.jolahusid.com/isl/lusia.htm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.