SKATA

Hún var góð, skatan Happy - sú besta sem ég hef fengið lengi.  Við höfðum pínulitlar áhyggjur af því að það færi fyrir okkur eins og sænsku konunni sem bjó í leiguhúsnæði í Þýskalandi og eldaði sér súrsaða síld.  Lyktin fór svo fyrir brjóstið á nágrönnunum að konugreyinu var sagt upp húsnæðinu!  Ég var hér með alla glugga opna og svalahurðina líka, kveikti svo á ilmkertum um allt hús en samt fannst lyktin alla leið út að ruslageymslunni, sem er dágóðan spöl frá húsinu!

Í dag var danssýning hjá Sesselju í síðasta tímanum fyrir jól.  Hún stóð sig auðvitað með prýði.  Diljá kom með og horfði spennt á en hún var þó ennþá spenntari fyrir piparkökunum sem boðið var upp á eftir sýninguna.  Á eftir fór Sesselja síðan í keilu með Aneu vinkonu sinni (sem hún gisti hjá sl. nótt) og pabba hennar.  Þetta er orðið eins og heima - hún sést stundum ekki heilu og hálfu dagana.  Anea og foreldrar hennar eiga þann allra stærsta hund sem ég hef séð, enda er hann víst af hæsta hundakyni heims (írskur úlfhundur) og hausinn á honum er næstum jafnhár Sesselju (sem er um 120 sm).  Algjör ljúflingur samt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Já blessuð skatan, ég get sko sagt ykkur það að ég fann lyktina alla leiðina heim til mín Það er sko ein hefð sem að mér er alveg sama um að halda ekki í hefð hjá mér. En mikið myndi ég nú gefa til þess að hafa Malt og Appelsín og Hangikjöt hérna hjá mér, ég panta kannski bara á síðustu stundu, en það er svo dýrt að láta senda sér þetta frá Íslandi, kostar meira að senda en maturinn sjálfurÍslendingarnir alltaf að plokka peningana af manni þó svo að maður sé búsettur erlendis...

Bertha Sigmundsdóttir, 18.12.2006 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband