ÉG KEMST Í HÁTÍÐARSKAP...

Úti er reyndar hvorki snjór né krap, bara blíða!  Það hefur aðeins verið næturfrost í vikunni svo að ég hef þurft að skafa af bílnum á morgnana en við María erum búnar að vera í jólaverslun í allan dag og út um allan bæ í frábæru veðri.  Löbbuðum langar, langar leiðir - þetta var svipað og þegar maður labbaði Laugaveginn í gamla daga fyrir jólin, fyrir daga Kringlunnar.

Í gær voru jólaflaututónleikar hjá Rebekku í tónlistarskólanum, alltaf nóg að gera.  Þá var líka mikil stemning niðri í bæ þar sem jólasveinalúðrasveit lék jólalögin af miklum krafti.  Flott!

Nú eru stelpurnar síðan komnar í jólafrí!!  Það var ekkert stress og engin próf í skólunum hér fyrir jólin heldur BARA gaman!  Svona á þetta að vera!  Diljá er líka komin í jólafrí og kom heim heldur en ekki montin með þetta líka fína jólakerti sem hún skreytti á leikskólanum í dag.

Húsbóndinn á heimilinu kemst síðan í frí á morgun og annað kvöld fara hann og vinnufélagarnir með lest í nærliggjandi bæ þar sem þeir ætla að hittast, borða saman og fara í keilu.

Ég....ætla bara að fara að jólast eitthvað...!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband