JÓLAKVEÐJA

 

GLEÐILEG JÓL! 

Kæru ættingjar og vinir, nær og fjær (flestir miklu fjær), til sjávar og sveita.

Megið þið öll eiga virkilega gleðileg jól og njóta farsældar og blessunar á nýju ári.  Við þökkum samverustundirnar á árinu sem er að líða og hlökkum til að hitta ykkur heima á Íslandi næsta sumar.

Þið megið vita að við eigum eftir að hugsa mikið til ykkar um hátíðarnar, sérstaklega söknum við auðvitað vina, ættingja og nágranna (þá ekki síst barnanna) á Fákaleirunni sem síðast liðin ár hafa verið svo stór hluti af jólunum hjá okkur.  (Við ætlum samt að reyna að spila Catan þó að það verði ekki alveg það sama).  Það er þó ekki svo að skilja að við séum buguð af harmi – okkur líður mjög vel og eigum eftir að eiga góð og notaleg jól og áramót hér í Svíþjóð.  Við höfum jú okkar hamborgarahrygg, laufabrauð og smákökur, Malt og MacIntosh (takk mamma!) að ógleymdum íslensku jólalögunum sem koma okkur í sannkallað jólaskap og færa okkur aðeins nær Íslandi í huganum.

Okkur þætti sérstaklega vænt um að fá kveðjur í gestabókina frá ykkur nú um hátíðarnar og svo lofa eg ad vera dugleg ad setja inn myndirHeartKissingHeartLoLHeart.

Með ástar- og saknaðar jólakveðjum:

Heiða, Óli, Rebekka Dröfn, Sesselja Mist og Diljá Fönn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól! 

Guðmundur Erlingsson (IP-tala skráð) 25.12.2006 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband