JÓLADAGUR

Í jólaskapiVið áttum alveg yndislegan aðfangadag!  Upplifðum ekta sænsk jól sem byrjuðu með kökuhlaðborði á meðan horft var á Disney teiknimyndir í sjónvarpinu.  Síðan var komið að jólamatnum sem Irene og María töfruðu fram af sinni alkunnu snilld.  Jólahlaðborð, hlaðið kræsingum. Í mörgu að snúast Maður gat bara borðað lítið af öllu til að hafa pláss fyrir alla réttina en langaði samt í meira.  Eftir matinn birtist síðan jólasveinninn og deildi út gjöfunum sem voru undir jólatrénu.  Diljá stóð nú ekki alveg á sama í fyrstu en það lagaðist í sama hlutfalli og pökkunum hennar fjölgaði.  Irene, hins vegar, var svo óheppin að vera frammi í geymslu að stússast eitthvað og missti alveg af jólasveininum!Jólahlaðborð

Gjafirnar voru margar og góðar og stelpurnar fengu allar það sem þær óskuðu sér mest.  Sesselja fékk m.a. Bratz-dúkkuna,,Einmitt það sem mig langaði í! sem hana langaði í, Rebekka báðar Eragon bækurnar og Diljá Mjallhvíti og dvergana sjö og fullt af ,,mat" til að elda.  Við Óli fórum ekki heldur tómhent heim, síður en svo.Irene og Atli í jólaskapi

Eftir að hafa tekið upp pakkana og gætt sér á ávöxtum var haldið heim á leið.  Þar biðu fleiri pakkar undir trénu, við tókum bara nokkra með okkur til Målilla.  Diljá hélt hins vegar ekki út, hún sofnaði á leiðinni heim og vildi ekkert vakna aftur svo að hún kláraði að opna sínar gjafir í morgun, úthvíld og spræk.Þarfnast ekki útskýringar!Rebekka alveg að drukkna í pökkum

Það er yndislegt veður, sólin skín og fjölskyldan er að dunda sér.  Sesselja er í nýja tölvuleiknum sínum og Bratz í herberginu sínu.  Diljá er að leika sér með Mjallhvíti og dvergana og Barbíe dúkkuna frá ömmu og Óli og Rebekka eru að horfa á Superman.

Í kvöld ætlum við síðan að borða íslenska jólamatinn okkar, hamborgarahrygg og laufabrauð og drekka malt og appelsín með!

Við þökkum fyrir allar góðu gjafirnar og kortin og vonum að allir hafi átt jafn góð jól og við!  (Skoðið fleiri myndir í myndaalbúminu!)

Gleðileg jól


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband