AFVELTA

Jæja, við liggjum hér afvelta fyrir framan sjónvarpið, fjölskyldan - nema Diljá sem skrönglast og plampar hér um allt á háhæluðum MjallhvítarskómPICT3656 frá Ameríku!  Komin í náttkjólinn frá Önnu Regínu og Elínu Ásu (ég varð að setja hann í snarheitum í þurrkarann því að hún var búin að rífa hann blautan af ofninum og klæða sig í!).  Já, það er aldrei lognmolla á þessu heimili.  Hamborgarahryggurinn, brúnuðu kartöflurnar, sósan og laufabrauðið - allt var þetta eins og best gerist, eiginlega of gott, og þess vegna er nú ástandið á liðinu eins og það er.  Ég ætla að reyna að koma Diljá í háttinn á meðan restin af liðinu horfir á Back to the future.  Já, það eru svo sannarlega jólin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

En hvað það er frábært að sjá myndirnar af ykkur, og gaman að heyra og sjá að stelpunum líkaði vel við gjafirnar, það er það besta við jólin að sjá börnin opna pakkana sína og sjá brosin hjá þeim. Mín voru sko ekkert smá ánægð að opna sína pakka frá ykkur og hér heyrðist bara frá Kalla, ég ætla að opna pakkann minn frá Sweden. Svo voru njósnagleraugun sett á sig og horft á bíó með þeim, svaka stuð. Mikaela er búin að skíra hundinn sinn Ivanka, og labbar hér um með Playmobil frá Bríeti, Breka og Arney, í grænu töskunni sinni og hundinn með sér. Við þökkum svo sannarlega fyrir okkur og Gleðileg Jól frá okkur til ykkar, ég vildi óska að ég gæti komið og horft á Back to the Future með ykkur núna, en það verður bara í sumar...Kossar og knús

Bertha Sigmundsdóttir, 26.12.2006 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband