29.12.2006 | 18:33
STOKKHÓLMUR
Jæja, þá erum við komin til Beggu og Steinars í Stokkhólmi. Lögðum af stað rétt fyrir kl. 10 í morgun og vorum 6 tíma á leiðinni. Við keyrðum í ![]() gegnum Jönköping, sem okkur sýnist vera afar fallegur bær (eða borg á íslenskan mælikvarða) og erum ákveðin í að skoða hann nánar. Hann stendur við vatnið Vättern, sem er annað stærsta vatnið í Svíþjóð, 1.911 ferkílómetrar sem er næstum því 23 sinnum stærra en Þingvallavatn. Þar rétt fyrir utan er síðan smábærinn Gränna þaðan sem hinn frægi polkagris er Nú - síðan við komum til Beggu og Steinars erum við búin að fá góðar gjafir og troða okkur út af alíslensku hangikjöti og öllu sem því tilheyrir! Ekki amalegt. Þrátt fyrir ofátið látum við þó ekki staðar numið því að Begga er, í þessum töluðu orðum, að töfra fram eplaböku - nokkuð sem ekki er hægt að neita sér um. Hér ætlum við síðan að eyða áramótunum og ég er viss um að það verður bara Vesturbrautarstemning eins og í gamla daga! |
Athugasemdir
Hvað er þetta? Fyrst keyrið þið framhjá mér í Huskvarna og síðan strokið þið út athugasemdina mína og látið mynd af polkagrís í staðinn
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.12.2006 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.